Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Svartur Svanur - tímarit Anarkista #1 febrúar 2009

Fyrsta tölublað nýs tímarits anarkista á Íslandi er komið út.
Í blaðinu er farið víða um hið geysistóra hugmyndahaf sem anarkisminn
er. Sumar greinar eru einfaldar og stuttar útskýringar á grunnhugmyndum
anarkista en aðrar eru sérhæfðari. T.d. er fjallað um ísraelska
anarkistahópinn Anarchists Against the Wall; útskýrðar tengingar milli
pýramídalaga skipulagningar samfélagsins og yfirvalda annars vegar og
eyðileggingar jarðarinnar hins vegar; vegið á róttækan hátt gegn
karlrembunni sem gegnsýrir samfélag okkar; og fjallað um hvernig orðræða
er afvegaleidd til þess að fæla á brott og koma í veg fyrir áhrif
svokallaðra ,,öfgamanna". Einnig er að finna grein um nýlegu uppreisnina
í Grikklandi, skrifaða sérstaklega fyrir Svartan Svan af grískum anarkista. 300 kr

Efni: Anarkismi
tgefandi: Andspyrna
 

Til baka