Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

ORÐABÓK ANARKISTANS

Verk í stöðugri þróun og vinnslu

Önnur útgáfa

Andspyrna útgáfa 2011

www.andspyrna.org – Andspyrna. Pósthólf 35, 101 Reykjavík.

 

Acephalous –  Höfuðlaust. Yfirvaldslaust. Acephalous skipulag er flatt skipulag sjálfstæðra einstaklinga og hópa. 2) Anarkisti eftir byltingu sem endar með valdatöku kommúnista.

Affinity Group  -  Markmiðshópur, tengslahópur. Lítill hópur aktivista (3-20 einstaklingar) sem vinna saman í beinum aðgerðum. Markmiðshópar skipuleggja sig gegnum sameiginlega ákvarðanatöku (consensus) og eru lausir við valdapýramída. Innan hópsins tengist fólk gegnum vinskap, kunningskap eða svipaðar skoðanir eða lífsstíl. Vegna tengsla innan hópsins getur hann starfað án þess að óviðkomandi eða hnýsnir einstaklingar (útsendarar yfirvalda) geti blandað sér í starfsemi hans. Þessi leið við skipulagningu er lifandi, hreyfanleg og dreifstýrð.

Ageism – Aldurshroki. Að halda því fram að einhver hafi minna að segja vegna aldursmunar. Sé of gamall eða of ungur til að geta tjáð sig um eitthvað málefni eða tekið þátt í því.

Aktivisti – Aðgerðasinni. Einstaklingur með hugsjónir sem telur það sjálfsagðan hlut og mikilvægan að fylgja þeim eftir á fjölbreytilegan máta. Aðgerðir aktivistans geta verið mótmæli, beinar aðgerðir, uppbygging jákvæðari félagslegra ferla til hliðar við þá ferla sem gagnrýnin beinist að o.fl.ofl.

Alienation – Firring. Þeir einstaklingar sem samfélag vort samanstendur af eru almennt ekki meðvitaðir um hvaðan lifibrauð þeirra kemur eða hvernig það er unnið og munu ekki geta bjargað sér um það sjálfir þegar til hallæris kemur. Þetta er firring og merkir fjarlægð frá grundvallaratriðum þess sem líf manns snýst um eða byggist á. Önnur dæmi um firringu manna er t.d. skortur á tengslum við starfsemi eigin líkama eða tengslum við eigin stjórnmál. 

Anarchism - Anarkismi. Félagsleg, heimspekileg og stjórnmálaleg kenning sem byrjaði að þróast aðallega í Evrópu á nítjándu öld. Anarkismakenningin afneitar öllum formum yfirráða, hvort sem þau eru af hendi valdstjórnar, ríkis, kirkju eða fjölskyldustrúktúrs. Anarkismi er um leið kenning um skipulag samfélaga án yfirvalds og sannfæring um að fólk geti almennt annast eigin tilveru, því sé engin eftirsókn í ráðamönnum og best sé að leggja niður allar valdastöður.

Anarchism without adjectives – Anarkismi án viðskeyta. Hugsanagangur anarkista sem leiðast flokkadrættir og kreddusemi sumra anarkista. Hugtakið er ættað frá Spáni undir lok 19. aldar þegar  kreddufylgnir anarkistar voru farnir að drepa hvorn annan útaf smávægilegum hugmyndafræðilegum ágreiningi. Viðskeytalausir anarkistar finna eitthvað gagnlegt í öllum hugmyndum innan anarkismans.

Anarchy -Anarkí, stjórnvaldsleysi. Samfélag án ríkis eða yfirvalds af nokkru tagi (svo sem efnahagslegs eða trúarlegs yfirvalds). Í stjórnvaldslausu samfélagi eru til staðar önnur form félagslegrar stýringar svo sem jákvætt og neikvætt félagslegt taumhald. Anarkí er því þegar til staðar í mörgum gerðum samfélaga. Nútíma anarkisti myndi segja anarkí þýða miklu meira heldur en einfaldlega; „ríki eða yfirvald ekki til staðar“ og lýsa samfélagi skipulögðu án yfirvalds þar sem meðlimir samfélagsins taka, meðvitað og af eigin hvötum, þátt í því að skapa jafnræði innan þess, mögulega með beitingu einhvers forms af íbúafundum, sameiginlegrar ákvarðanatöku (consensus), beinu íbúalýðræði eða öðrum formum sameiginlegrar ákvarðanatöku  og vinna gegn því að völd safnist á fárra hendur. Framapot og valdníðsla myndi mæta almennu neikvæðu taumhaldi en jákvætt taumhald myndi hvetja til þátttöku í skipulagi án yfirvalds.

Anarkó-feminismi - Anarkó-feministar bræða saman hugsjónir feminisma og anarkisma. Þar er einblínt á frelsun kvenna og hlutverk feðraveldisins (patriarchy) enn frekar en gert er í dæmigerðum anarkisma, án þess að litið sé framhjá baráttunni gegn öðrum formum kúgunar (eins og sumar aðrar útfærslur feminisma gera). Ekki líta allir kvenkyns anarkistar á sig sem feminista né heldur þarf anarkó-feminsti að vera kvenkyns. Að einhverju leyti hefur þeim gerfiímyndum kynjanna sem skapaðar eru af samfélagi feðraveldisins verið viðhaldið innan anarkistahreyfingarinnar og þannig verið staðið í vegi fyrir því sanna jafnrétti kynjanna sem anarkistar vilja ná. Einnig hefur hefur mörgum konum fundist nauðsynlegt að hafa sérstaka kvennahópa innan hreyfingarinnar, þar sem karlar hafa verið ríkjandi innan hennar, þær sömu konur telja að innlima verði kröfur kvenna inn í hugmyndafræði anarkista áður en en samstaða getur náðst. Anarkó-feministar hafna almennt lausnum ríkisins á vandamálum kvenna (eins og því að lögbann á klámi dragi úr ofbeldi gagnvart konum) en leggja frekari áherslu á sjálfsstyrkingu og beinar aðgerðir. Skipulag Anarkó-feminista hefur einkennst af áherslu á dreifða stýringu, ákvarðanatöku þar sem allir taka þátt, og starfsemi á grasrótarstigi. Anarkó-feministar almennt trúa því að hæfileikar hvers og eins sýni sig og geti notið sín þegar horft er framhjá dæmigerðum kynhlutverkum og dregnir eru fram jákvæðir „karllægir" og „kvenlegir" hæfileikar í hverri manneskju auk jafnréttis í öllum samskiptum.

Authority - Yfirvald. Greint hefur verið á milli réttlætanlegs yfirvalds og rangláts yfirvalds. Réttlætanlegt yfirvald krefst stöðugrar gagnrýni og endurmats og er alltaf tímabundið. Það byggist á jafnræði milli þess sem valdið hefur  og viðfangsefnisins en munurinn á þeim tveim er einungis þekking eða færni á ákveðnu sviði. T.d. hefur læknir sérfræðivald á sínu sviði vegna þekkingar, hæfni og reynslu en það þýðir ekki að læknirinn hafi fasta valdastöðu gagnvart skjólstæðingum sínum.  Uppruni rangláts yfirvalds er á hinn bóginn alltaf vald yfir fólki – hvort sem um er að ræða líkamlegt eða andlegt vald. 

Authoritarian - Í gömlum orðabókum íslenskum þýtt sem „valdssinni“ (og jafnvel sem „valdboðsgirni”) þegar notað um einstaklinga. Andstæða frjálslyndis. Í hugarheimi einstaklings sem er „authoritarian“ er yfirvald og virðing fyrir því, afar mikilvægt. „Authoritarian“ einstakling finnst því anarkistar afar skrýtnar skepnur og telur virðingarleysi anarkista fyrir yfirvaldi í versta falli gera þá réttdræpa. Valdssinnar líta svo á að regla innan samfélags eigi að koma „ofan frá”, þ.e. með valdboði þeirra sem völdin hafa. Þeir líta svo á að það sé hlutverk valdhafa að hafa vit fyrir öllum hinum og að valdboð sé nauðsynlegt að til að halda öllu „óæskilegu” í skefjum.  Orðið er einnig notað um hegðun og hegðunarmynstur þegar t.d. lögreglumaður beitir sér „valdsmannslega“ gagnvart fólki sem ekki  hegðar sér „rétt.“ Viðkomandi lögregluþjón finnst þá gengið á vald sitt og setur fram þá þekktu kröfu; „Respect my Authority!“ eða „þú skalt virða rétt minn því hann er meiri en þinn!“  Oft notað til að skilgreina muninn á anarkískum (eða frjálslyndum) sósíalistum og valdssinnaðri útgáfum þeirrar stefnu, sem þá eru skilgreindar sem „authoritarian” eða valdssinnaðir sósíalistar. Ekki ætti að rugla saman valdssinnum og fasistum því þó allir fasistar séu valdssinnar eru ekki allir valdssinnar fasistar.

Autonomy -  Kemur úr grísku og þýðir „self-legislation“ (að setja sér eigin reglur) en er hugmyndakerfi sem hefur í hávegum frelsi frá utanaðkomandi yfirvaldi. Þetta getur bæði verið á einstaklingsgrundvelli og samfélagsgrundvelli. Þetta hugarfar er afar mikilvægt fyrir margar félagslegar hreyfingar sem leitast við að starfa og hafa áhrif, á eigin forsendum. 

Bureaucracy – Skrifræði. Framkvæmdastýring rangláts yfirvalds.

Capitalism – Kapítalismi, Auðvaldshyggja. Rétt eins og einræði þýðir að einræðisherrann ráði og kommúnismi þýðir að kommúnistarnir ráði, þýðir kapítalismi að peningarnir ráði: Þeir ríku slást um að sitja í valdastólum en auðurinn er alltaf ráðandi afl.

Civil Disobedience – Borgaraleg óhlýðni er að neita að hlýða lögum, kröfum eða fyrirskipunum ríkisstjórnar, fulltrúa hennar eða hverju öðru yfirvaldi. Óhlýðnin er sett skýrt fram en felur ekki í sér ofbeldi. Óhlýðnin kemur fram þegar borgurum ofbýður valdníðsla yfirvaldsins. Má segja að óhlýðnir borgarar séu að berjast fyrir því að samfélag sitt verði betra og fylgi við það hjarta sínu og sannfæringu frekar en settum lögum og félagslegum reglum.  

Coercion – Kúgun. Kúgun skyldi enginn þola og enginn beita.

Collective – Hópur fólks sem eiga eitt eða fleiri sameiginlegt markmið eða áhugasvið og vinna saman að þeim. Starfsemi og samskipti innan hópsins einkennist af sameiginlegri ákvarðanatöku og jafnræði og þannig er hópurinn félagslega og pólitískt virkur.  Í sumum tilfellum er um að ræða fólk sem deilir landi eða húsnæði eins og kommúnur eða samfélagsrekið dagheimili.

Collectivism – Sameignarstefna. Sú hugmynd að framleiðslutæki og annað sem skapar verðmæti og nauðsynjar (t.d. land, verksmiðjur, verkfæri, húsnæði) eigi að vera í almannaeigu og sé nýtt á grundvelli jafnræðis. Samfélagið í heild sér um daglegan rekstur þess með því að skipuleggja nýtingu sameigna á grundvelli sameiginlegrar ákvarðanatöku og jafnrar ábyrgðar. Ólíkt kommúnisma er afrakstri ekki dreift til einstaklinga eftir þörfum heldur eftir framlagi.  Grundvöllur framleiðslu í sameignarsamfélagi er félagslegur ávinningur, ekki fjárhagslegur hagnaður. Anarkistar telja auk þess að sameignarstefnu sé ekki hægt að þvinga upp á fólk heldur verði viljinn til hennar að koma frá því sjálfu.

Commodities – Aukahlutir sem markaðssetning hefur gefið gildi með því að tengja þá við lífsstíl. Gengur upp af því að fólki sem á sér ekki líf, er hægt að selja lífsstíl.

Commune – Kommúna. Lítil samfélög sem skipulögð eru í samvinnu og jafnræði til frelsunar frá kapítalisma og karlrembu og öðrum formum stigveldis/híerarkís/valdapýramída hins daglega lífs.

Conformity – Að laga líf sitt að viðurkenndum gildum og viðmiðum síns félagslega umhverfis. Öllum líkar vel við þig nema þér sjálfum/sjálfri ... ef þú átt þér „sjálf“.

Consensus - Sameiginleg ákvarðanataka. Eitt form raunverulegs lýðræðis. Ákvarðanataka á grasrótargrundvelli innan hóps. Markmiðið er að rödd allra í hópnum heyrist og að lausn sé fundin við andmælum í stað þess að þau séu kosin í kaf eins og tíðkast innan flokkalýðræðis. Höfnun á fulltrúalýðræði og atkvæðagreiðslu sem tekur ekki tillit til skoðana minnihlutans.

Co-op  Samvinnuverkefni (Cooperation) Til dæmis kaupfélag þar sem einstaklingar sem tengjast á einhvern hátt (eða ekki) kaupa inn sameiginlega í stórum einingum eða eitthvert form heimilisaðstæðna þar sem fólk deilir húsnæði, allir eiga jafnan hlut og jafna ábyrgð.

Cooperation – Samvinna. Andstæða samkeppni.  

Craftivism – (Arts and Crafts/activism) þar tengist handverk saman við róttæk markmið þess að draga sig út úr kerfum kapítalismans, byggja upp lítil samfélög og þegar handverk tengist mótmælaaðgerðum af ýmsu tagi.

Criminal – Glæpamaður. Þó að lögbrot geti verið andfélagsleg hegðun eru tengsl þar á milli alls ekki sjálfsögð. Glæpamaður getur verið a) sjálfselskur einstaklingur sem leitar sjálfsupphafningar og treður til þess á öðrum sem ekkert eiga. Brýtur þannig niður náttúrulega samstöðu innan samfélags og ýtir undir kúgun þeirra undirokuðu. Eða b) einstaklingur eða hópar sem hætta að hlýða og verða þannig glæpamenn í augum þeirra sem krefjast hlýðni. Kallar á gagnrýnar spurningar og umræðu um eðli yfirvalds og siðferði þeirra sem taka ákvarðanir um rétt og rangt fyrir alla aðra sem undir þeim sitja í valdapýramídum. 

DaDa – alþjóðleg óformleg hreyfing sem var hvað virkust á árunum 1916-1922. Dadaistar voru virkir í uppsetningu sjónverka og leikrita, útgáfu og hönnun í höfnun á viðurkenndum listastöðlum. Markmið þeirra var að sýna fram á fáránleik merkingarleysu hins siðmenntaða nútíma. Innblásið af ömurleika fyrri heimstyrjaldarinnar var dada í andstöðu við stríð og smáborgaramennsku og mjög anarkískt í eðli sínu. Dada er áhrifavaldur innan súrrealisma og pönks svo eitthvað sé nefnt. 

Détournament – Að taka fagurfræðileg, menningarleg og listræn fyrirbæri sem þegar eru til og umbreyta þeim, gefa þeim nýja merkingu. Verkum (auglýsingu, texta, málverkum) er stolið úr upphaflegu samhengi og þau sett í annað samhengi á forsendum þess sem  er að verki.

Direct Action - Beinar aðgerðir. Beinar aðgerðir eru form pólitísks aktivisma sem neitar umbótapólitík (eins og að kjósa „rétt“ og vonast eftir breytingum) sem leið til raunverulegra breytinga. Aktivistar í beinum aðgerðum taka sjálfir ábyrgðina á að leysa vandamál og ná fram kröfum og beita til þess verkföllum, hústökum, leiðarlokunum og öðrum formum almennra mótmæla. Hugtakið var fyrst sett fram sem andstaðan við verklag í þingræði þar sem fulltrúar almennings hafa framkvæmdavald. Beinar aðgerðir þýða þá að fólk sem á hlut að máli í það og það skiptið framkvæmir sjálft í stað þess að bíða eftir að eitthvert yfirvald taki af skarið. Þannig er það bein aðgerð þegar íbúar ákveðins hverfis hreinsa rusl af götunum eða stofna til foreldrarölts til að verja það glæpum í stað þess að æskja þess að þjónusta borgar og ríkis gangi frá málum.

Domination – Yfirráð. Ólíkt Marxistum, sem í sinni gagnrýni á ríkjandi stjórnkerfi leggja áherslu á skilgreiningu arðráns og efnahagslegs óréttlætis, telja margir (flestir?) anarkistar að yfirráð sé helsta ástæða óréttlætis í heiminum og að markvisst þurfi að brjóta það á bak aftur. Hugtakið yfirráð nær yfir fleiri svið daglegs lífs heldur en einungis yfirráða ríkis og kapítalista yfir verkalýðnum. Við erum að tala um yfirráð karla yfir konum, mannkynsins yfir náttúrunni, hvítra yfir öðrum kynþáttum, vesturlanda yfir öðrum heimshlutum og svo framvegis. Í öllum tilfellum hlýst ranglæti af yfirráðum og þess vegna er það staðreynd (sem löggan skilur ekkert í) að anarkistar mótmæla svo víða og af svo mörgu tilefni.

DIY/Do It Yourself - Gerðu það sjálf/ur. Hugtak og aðferðafræði sem í þessu samhengi er sprottið úr pönki. Pönk varð til sem menningarkimi vegna stýringar stórfyrirtækja á tónlist og lífsstíl ungs fólks. Markmið pönkara er að hafa fulla stjórn á eigin sköpun, framleiðslu, sölu og dreifingu því auðvitað er stórfyrirtækjum alveg sama um manneskjur nema sem neytendur og önnur viðfangsefni. Þannig varð til hugtakið DIY (sem er auðvitað sjálfsagður hluti af samfélagi manna án þess að heita nokkuð nema daglegt líf). 

Deep Ecology – Djúp vistfræði. Nálgun á vistfræðikenningar þar sem allt sem lifir og allt sem er í náttúrunni, hefur jafn mikinn rétt til þess að vera. Tekur alveg fyrir að maðurinn sé á nokkurn hátt rétthærri í samfélagi dýranna. Spurning um andlega tengingu manneskja við náttúruna.

Ecology - Vistfræði. Fræðigrein sem sýnir og sannar tengsl og flæði innan lífkerfa og hvernig ójafnvægi innan þeirra hefur áhrif á allar lífverur innan heildarinnar.

Eco-village – Vistvæn þorp. Lítil samfélög fólks sem leitast við að skapa uppbyggilegt, sjálfbært félagslegt umhverfi og lifir þar í sem mestum samhljómi við náttúru og vistkerfi. Er gert bæði í þéttbýli og dreifbýli. 

Eignarhald - Nú á fólk hluti og svo eru aðrir hlutir sem eru í einkaeign. Munurinn þar á byggist aðallega á umfangi. Fólk almennt á híbýli og innanstokksmuni, föt og farartæki. Annað mál er þegar atvinnutæki eins og verksmiðjur og þjónusta sem kemur öllum almenningi við (orkubúskapur, símakerfi, heilbrigðiskerfi) er í einkaeigu þegar það ætti að vera í samfélagseigu. Einn útbreiddur misskilningur varðandi rekstur og þjónustu er að allt verði að vera annaðhvort í ríkisrekstri eða einkarekstri (í eigu fjársterkra aðila sem tróna tímabundið á toppi efnahagslega valdapýramídans). Þegar félagshyggjufólk maldar í móinn er látið með ríkisrekstur eins og ríkið sé samfélagið þegar ríkið er, rétt eins og bankarnir, afæta á samfélagi.

Exploitation – Arðrán, í tilfelli manneskja. Arðnýting í tilfelli annara dýrategunda en fyrir allar dýrategundir þýðir þetta að líf, vinnukraftur og líkami einstaklinga sé nýttur til hagnaðar, ágóða eða til að sefja græðgi annara. Manneskjur eru þvingaðar til vinnu fyrir aðra. Önnur dýr eru þvinguð til að lifa stutta og ömurlega ævi á verksmiðjubúum.

Expropriation – Endurheimt. Þar sem auðmenn lifa á því að arðræna og féfletta almenning er sjálfsagt að stela (eða endurheimta) því tilbaka sem haft var af almenning (samfélagi) og deila meðal þurfandi eða nýta fyrir almenn samfélagsnot .

Federalism – Í íslenskum orðabókum þýtt sem sambandsstjórnarstefna en má líka kalla bandalagsstefnu. Eitt af grunnhugtökum anarkismans allt frá dögum Proudhon og grunnurinn að skipulagi anarkísks samfélags. Ólíkt öðrum útgáfum af stefnunni byggir anarkískur federalismi á þeirri forsendu að sambandið sé hægt að rjúfa hvenær sem er og að allir aðilar að sambandinu hafi óskorinn rétt til að segja sig úr því. Í anarkískum federalisma koma einstaklingar eða hópar (t.d. íbúar þorps eða héraðs, starfsmenn verksmiðju o.s.frv.) sér upp bandalagi við aðra slíka hópa varðandi hagsmunamál sín og hvert bandalag eða samband tengist síðan öðrum eftir því sem þörf er á. Ekkert eitt samband í bandalaginu getur sagt öðrum fyrir verkum eða neytt það til að gangast undir stefnu annarra. Hvert bandalag sinnir einungis þeim verkum sem því er ætlað og er leyst upp þegar verki þess er lokið. Fulltrúar eru kosnir með sameiginlegri ákvarðanatöku til að tala máli síns hóps innan bandalagsins en hafa ekki rétt til að taka ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við þá sem þeir eru fulltrúar fyrir. Þeir eru afturkallanlegir hvenær sem er, þyki þeir ekki sinna sínu hlutverki. Oft eru sett takmörk á hversu oft eða lengi hver einstaklingur getur verið fulltrúi til að tryggja að ekki myndist þarmeð valdaembætti.

Feministi – Einstaklingur sem horfir á félagslegt umhverfi sitt, sér að jafnrétti hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.

Free Love – Frjálsar ástir. Heimurinn er uppfullur af móralistum sem telja sig hafa rétt til að skipta sér af kynhegðun annarra. Frjálsar ástir eru þeim til höfuðs.

Gúrú – Andlegur leiðtogi. Hinn innri friður kemur að innan. Ekki innan úr öðru fólki.

Hagkvæmni – Af tungu valdafólks merkir þetta orð yfirleitt aukna miðstýringu og annað sem færir stjórnun og stýringu á færri hendur í nafni pólitískrar skilvirkni. T.d sameining sveitarfélaga. Vel að merkja er þessi hugsjón valdafíkla óháð áliti valdalausra kjósenda eða áhrifum á líf þeirra.

Hagvöxtur – Töfraorð pólitíkusa og stórtækra kapítalista í merkingu aukinnar neyslugetu sem aukinnar velferðar. Sú óraunsæja hugsjón hægri manna að alltaf sé hægt og verði áfram hægt að framleiða meira á morgun en í gær. Samhliða sannfæringu um að ómennsk náttúra sé einungis safn auðlinda felst í prédikun hagvaxtar, oftrú á endingu þessara auðlinda. Þ.a.l. hættuleg öllum lífkerfum og samfélögum.

Hierarchy - Híerarkí, valdaröðun, stigveldi, valdapýramídi. Hvernig valdastöður raðast upp eftir þunga valdsviðsins sem fylgir hverju þeirra. Má líkja við goggunarröð í félagsfræði hænsnahópa. Í venjulegu lýðræðisríki raðast ríkisstjórn og alþingi efst í valdapýramídanum, sveitarstjórnir neðar og almenningur (kjósendur) neðst. Innan í stjórnsýslupýramídann tengist síðan efnahagskerfið með bankana og önnur öflug kapítalísk fyrirtæki efst, minni fyrirtæki neðan við sig og almenning (neytendur/skuldarar) neðst. Smærri valdapýramídar finnast víða í samfélögum manna og er þeim hampað t.d. í lífsgæðakapphlaupinu, á framabrautum á vinnumarkaði og ýmsum öðrum fyrirbærum. Einnig er stigveldi í viðhorfi siðmenntaðra gagnvart náttúru.Yfirráð karlmanns yfir klassísku smáborgaraheimili er líklega smæsta form valdapýramída.

Hope – Von. Einstaklingur sem telur ýmsu ábótavant í félagslegu umhverfi sínu, en lætur sér nægja að vona að það lagist einhverntímann vegna einhvers (betri ríkisstjórn, almenn hugarfarsbreyting o.s.frv.) mun aldrei gera neitt til þess að láta góða hluti gerast. Vonin drepur viljann til aðgerða. Þegar fólk áttar sig á vonleysi aðstæðnanna getur það farið að gera eitthvað í málunum.

Ideology - Hugmyndafræði. Ákveðið sett af tengdum hugmyndum og kenningum. Trúarbrögð og stjórnmálaflokkar hafa t.d. ákveðna hugmyndafræði. Allir sem eiga heima í hinum vestræna heimi eru aldir upp við hugmyndafræðina um að einhverjir fáir ráði og öðrum sé ráðið yfir. Sú hugmyndafræði verður að vera til staðar til þess að fólk almennt taki virkan þátt í og taki sér stöðu innan valdapýramída stjórnmála og efnahagskerfis.  

Individualist – Einstaklingshyggjumaður. Anarkíska útgáfan af einstaklingshyggju var líklega fyrst sett fram í bók Max Stirner „De Einzige und sein Eigentum“ þar sem hann lýsti frelsi einstaklingsins frá skyldum og böndum samfélagsins. Enginn á að vera skuldbundinn öðrum nema að eigin ósk og þá einungis tímabundið. Ruglist ekki saman við eiginhagsmunasemi. Einstaklingshyggjuanarkistar eru sem fyrr anarkistar, í grundvallarskilningi orðsins, sem vilja einfaldlega eyða yfirvaldinu og sjá enga þörf fyrir að neitt skipulag komi þar í staðinn. Þetta er anarkismi fyrir sjálfið, ekki sérstaklega fyrir neinn annan. Þetta er viðhorf til mannkyns sem gengur upp svo langt sem það nær, en það gengur ekki nógu langt til að glíma við hin raunverulegu vandamál samfélagsins sem auðvitað þurfa félagslegs átaks við frekar en persónulegs. Alein má vera að við björgum okkur sjálf, en þannig getum við ekki bjargað öðrum.

Indymedia – Nafn yfir tengslanet einstaklinga, óháðra og alternatívra miðlunaraktivista og hópa sem bjóða fram umfjallanir um hitamál dagsins beint frá grasrótinni og án áhrifa frá stórfyrirtækjum, stjórnvöldum eða öðrum hagsmunaaðilum (nema þegar lögreglan gerir innrásir í nafni almannaheilla). Stofnað í Seattle 1999 þegar umfangsmikil mótmæli gegn WTO stóðu yfir. Sjá www.indymedia.org

Institution - Stofnun. Talað er um félagslegar stofnanir og pólitískar stofnanir. Félagsleg stofnun myndast í kringum hefðir eins og fjölskyldu og hjónaband. Félagsleg stofnun getur því verið meinsemd gagnvart einstaklingum falli lífsstíll þeirra ekki að ráðandi stofnun. T.d. hommar og lesbíur berjast enn við ofurvald hefðbundinnar fjölskyldumyndar og hjónabands. Félagslega stofnun má hafa áhrif á með því að beita sér gagnvart skoðunum og fordómum meðal almennings. Ríkisstofnun hinsvegar er stofnun reist á ofbeldi og hefur rétt til að beita því gagnvart einstaklingum sem ekki hegða sér í samræmi við vilja og hefðir stofnunarinnar. Ríkisstofnun hefur lagabálka, dómara og lögregluembætti á bak við sig til að útfæra vilja sinn yfir almenning. Áberandi dæmi er embætti ríkisskattstjóra.

Insurrection - Uppreisn. Ólíkt við byltingu sem tekur til umskipta á valdakerfum ríkis eða samfélags er uppreisn andspyrnuhreyfing meðal fólksins án tillits til þeirra breytinga sem hún mun eða mun ekki valda. Max Stirner gerði ákveðinn greinarmun á byltingu og uppreisn: Bylting „felur í sér umbreytingar á valdakerfinu, umturnun ríkjandi ástands í ríki eða samfélagi og er þess vegna pólitísk eða félagsleg athöfn.  Uppreisn „leiðir óhjákvæmilega til ákveðinna breytinga á aðstæðum, en það eru ekki aðstæðurnar sem eru kveikjan, heldur óánægja mannsins með sjálfan sig. Hún er ekki vopnaður samblástur gegn yfirvöldum, heldur hreyfing, andspyrnuhreyfing meðal fólksins, án tillits til þess skipulags sem hún kemur á.“

Klassískur anarkismi – Með klassískum anarkisma er átt við þá hugmyndafræði sem mótaðist við upphaf anarkisma sem skipulagðrar hreyfingar. Hér eru í fararbroddi hugmyndir settar fram af m.a. Proudhon, Bakunin, Kropotkin og Malatesta og eiga það sameiginlegt að byggja á vísindahyggju 19. aldarinnar, rökhyggju og sósíalisma. Klassískur anarkismi einblínir á stéttir og stéttabaráttu, mikilvægi verkalýðsins og efnahagslegt óréttlæti. Þessi hugmyndafræði var ríkjandi meðal anarkista allt fram á miðja 20. öld en með 68-kynslóðinni tók að bera á nýjum straumum og hugmyndafræði anarkismans hefur mikið verið uppfærð síðan þá. 

Kommúnismi - Nær allir anarkistar eru sósíalistar en anarkó-kommúnisma má ekki rugla saman við saman við hinn betur þekkta kommúnisma Marxistanna - þann kommúnisma sem er byggður á almenningseign efnhagsins og stjórnun ríkisins á framleiðslu, dreifingu og neyslu auk einræðis flokksins. Bilið milli Anarkista og Marxista hefur verið til staðar allt frá 1870 þegar anarkistar sáu að Marxistar stefndu að valdayfirtöku undir nýju flaggi. Baráttuhópar Marx-Leninista hafa samkvæmt venju lagt áherslu á stjórnmálaflokk og leiðtogahlutverk verkalýðsins. Þær hugmyndir ganga í grundvallaratriðum gegn sýn anarkismans á andstöðu við yfirvald og fyrir frelsi einstaklingsins. Þó að bókstafstrúarmarxismi haldi því fram að ríkið muni „fjara út" með tímanum hefur ríkisvaldið alltaf í sér kúgun og kröfu um að einstaklingurinn lagi sig hugsunarlaust að ríkjandi stjórnarháttum.

Libertarian – Frelsissinni, frjálslyndur einstaklingur sem hefur um leið ekkert að gera með það „frjálslyndi“ sem stjórnmálaflokkar hafa reynt að eigna sér. Libertarian á við um fríþenkjandi einstakling sem er opinn fyrir nýjum hugmyndum, er frjáls gagnvart ólíkum lífsstíl fólks, óttast ekki breytingar og sér ekki öryggi í íhaldssemi. Í einfaldasta skilningi orðsins merkir libertarian að frelsi sé góður hlutur. Ef við þrengjum skilgreininguna þá snýst þetta um að frelsi sé alltaf mikilvægasta markmið stjórnmála. Þannig er frjálslyndi ekki beint sérstök útgáfa af anarkisma heldur kannski hófsamasta form hans, fyrsta stigið á leið til almenns anarkisma. Stundum er orðið frjálslyndi notað sem samheiti eða fegrunarorð yfir anarkisma, þegar ástæða þykir til að forðast tilfinningaríkara orð, en það er almennt notað þegar átt er við að sæst sé á hugmyndir anarkista á ákveðnu sviði án þess að anarkismi sé viðurkenndur í heild sinni. Samkvæmt skilgreiningunni eru fylgjendur einstaklinghyggju frjálslyndir, en frjálslyndir sósíalistar eða frjálslyndir kommúnistar eru þeir sem færa inn í sósíalisma eða kommúnisma viðurkenningu á gífurlegu mikilvægi einstaklingsins.

Love – Kærleikur. Ruglist ekki saman við hógværð eða friðsemd. Manneskjur með kærleik í hjarta sínu geta brugðist við af hörku.

Market – Markaður. Raunverulegan (frjálsan) markað er ekki að finna nema í afar litlum einingum. Krafa kapítalista um „frelsi“ markaðarins gerir um leið ráð fyrir sjálfsögðum efnahagslegum valdapýramídum þar sem sá ríkasti og gráðugasti á hverjum tíma er næst toppnum því hann er frjáls til að troða á öðrum. Það gerir um leið út um náttúrulegt streymi varnings og fjármagns á markaði og hugmyndin um markað deyr. Sjá nánar undir „peningar.“

Marxismi – 1) Hugmyndafræði byggð á kenningum þýsku heimspekinganna Karl Marx og Friedrich Engels. Lýsir hvernig ríkið hefur alltaf verið verkfæri auðvaldsins í arðráni almennings, að hreyfanleiki sögunnar byggist á stéttabaráttu og að kerfi kapítalismans muni hrynja af sjálfu sér og hið sósíalíska samfélag verða að veruleika útfrá yfirstjórn verkalýðsins. 2) Leið til að útskýra einfalda hluti með flóknu máli og réttlæta þar með yfirráð ofmenntaðra bjúrókrata yfir almenningi.

Media – Fjölmiðlun. Samansafn leiða til að víkka skilning áheyrendahóps á hvað „heimurinn“ er, allt þar til þeirra eigið líf og hæfileikar virðast engu máli skipta. Aðferð við andlegan hernað þar sem fólk er ofhlaðið upplýsingum og gert ónæmt fyrir eigin þjáningum og annara.

Megalomania – Mikilmennskubrjálæði. Þráhyggja um valdbeitingu, tengist sérlega stjórn yfir öðrum manneskjum. Í sálfræði, sjúklegt ástand sem einkennist af ranghugmyndum um mikilvægi, auðlegð eða alvald. Í stjórnmálum er það blanda af báðu en í því tilviki flækjast málin og vandinn verður meiri því almenningur tekur þátt í ranghugmyndunum.

Multitude – Antonio Negri og Michael Hardt eru marxískir fræðimenn sem hafa sett fram hugmyndina um multitude sem „fjöldann“ sem er hið mögulega byltingarafl. Sjá nánar í samnefndum doðranti þeirra félaga.

Mutual aid – Samhjálp. Anarkistinn Peter Kropotkin gaf árið 1902 út bókina „Mutual Aid: A Factor of Evolution“ þar sem hann færir rök fyrir því að samhjálp og samvinna sé ekki síður mikilvægur þáttur í þróun tegunda heldur en samkeppni, og að þáttur samhjálpar sé alls staðar í dýraríkinu. Hann yfirfærir svo kenningu sína yfir á samfélög manna sem hann segir dafna betur séu þau byggð á samhjálp og samvinnu fremur en samkeppni. Líffræðilega séð er samhjálp því leið einstaklinga og samfélaga til að tryggja tilvist og öryggi tegundarinnar.

Mutualism – Séreignarstefna. Hugmyndastefna sem alla jafna er kennd við Pierre-Joseph Proudhon. Kenningin byggir á þeirri hugmynd að einstaklingar eða litlir hópar eigi sjálfir atvinnutækin og bindist samkomulagi um viðskipti sín á milli. Enginn geti lifað af vöxtum, lánveitingum, af húsaleigu eða viðlíka. Þetta er þó ekki sameign, því hver á sín atvinnutæki sjálfur og ráðstafar eftir eigin geðþótta.

Náttúra - Gegnum uppvöxt innan siðmenningar heftist skynjun manneskja þannig að búin eru til tákn fyrir náttúru. Í raun er náttúra heild alls sem lifir og er lífrænt og tengist gegnum öll þau viðkvæmu vistkerfi sem tengjast innbyrðis. Eðlis síns vegna gæti siðmenningin ekki lagt sig svo hart fram um að eyðileggja náttúruna án þess að tákngera hana fyrst tákngera.  

Neo-liberalism – Nýfrjálshyggja. Fyrir ekki svo ýkja löngu setti maður að nafni Adam Smith fram kenningu um að ef alþjóðlegum markað væri gefið algert frelsi frá ríkisafskiptum, kæmi til efnhagslegt jafnvægi útfrá stýringu „hinnar ósýnilegu handar“ markaðarins. Vel að merkja skyldi frelsinu fylgja sterk áhersla á siðferði. Nýfrjálshyggja er beiting frelsisins á markaði með rökum trúarbragða, þannig að siðsferðisgildið eigi að koma af sjálfu sér, vegna hinnar „ósýnilegu handar, en ekki þurfi að aðhafast neitt til að sinna þeirri siðferðilegu skyldu sem Adam Smith lagði áherslu á. Inn í þá jöfnu gleymist að taka hinn lærða valdapýramída sem er grunnur vestrænnar siðmenningar og frjálsir verða því einungis þeir sem (tímabundið) sitja á toppnum.

Nihilist: 1) Hreyfing rússneskra anarkista á 19. Öld.  2) Lýst hefur verið passívum og virkum níhilisma. Passívur níhilisti er manneskja sem er meðvituð um ástand heimsins og kýs því að fara í jóga. Virkur níhilisti er einnig meðvitaður um ástand heimsins en leggur hinsvegar í virkt starf til að eyðileggja hann til að skapa rými fyrir nýjan heim.

Orthodox – Bókstafs-hundfylgni. Að fylgja ákveðinni hugmyndafræði án þess að efast nokkurntímann um gildi hennar eða finnast sem hana þurfi að uppfæra eða aðlaga á nokkurn hátt.

Party – Flokkur. Stjórnmálaflokkur með leiðtoga, stefnuskrá og valdafíkn. Hugsi fólk og hegði sér útfyrir ramma flokksstefnu er pólitísk hugsun þess örugglega of frjó og spennandi fyrir flokkastarf. Forðaðu þér undir eins úr þessum félagsskap og farðu að vinna með skemmtilegu fólki að betrun þíns samfélags, á grundvelli jafnræðis og gagnkvæmrar virðingar.

Patriarchy – Karlveldi (feðraveldi, ættfeðrastjórn). Þegar karlar ráða einungis vegna þess að þeir eru með pung. Er viðvarandi vandamál víða í samfélögum, bæði í litlum (fjölskyldur, íþróttaklúbbar) og stórum (stjórnmálaflokkar, alþingi, pólitískar hreyfingar) einingum. Er vandamál þar sem hópur af körlum með völd og oftrú á eigin kynbundna hæfileika, er ekki síður vitlaus en hópur af konum með völd og oftrú á eigin kynbundna hæfileika.

Peningar  - Í heiminum er ekki neitt ríkt fólk og ekki neitt fátækt fólk. Einungis fólk. Má vera að þau ríku hafi mikið af litríkum pappírsmiðum sem látið er með sem þeir séu einhvers virði - eða að ætlað ríkidæmi þeirra sé jafnvel enn fáránlegra: Tölur á hörðu drifi í bankastofnunum - og má vera að fátækir hafi þetta ekki. Þetta „ríka" fólk segist eiga land og þeim „fátæku" er oft neitað um réttinn til að halda því sama fram. Þeir sem hafa ekki litríka pappírsmiða taka almennt þátt í þessum ranghugmyndum jafn hratt og örugglega og þau sem hafa þá. Þessar ranghugmyndir hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hinn raunverulega heim.

Persona – Orð úr grísku sem þýðir gríma.

Plagiarism – Ritstuldur. Að taka góða hugmynd og koma henni víðar og lengra. Kallað þjófnaður af þeim sem finnast hugmyndir einskis virði séu þær ekki tengdar nöfnum.

Platformism – Stefna innan anarkismans sem telur að anarkistar eigi að skipuleggja sig í samtökum með skýra stefnuskrá og innra stoðkerfi. Hugmyndin var fyrst sett fram árið 1926 í bæklingnum Organizational Platform of the Genereal Union of Anarchists af Nestor Makhno og fleirum sem tekið höfðu þátt í rússnesku byltingunni en orðið að flýja undan ofsóknum Kommúnista. Þeir litu svo á að anarkistar hafi lotið í lægra haldi sökum skipulagsleysis og var hugmynd þeirra viðbrögð við því, en þeir lögðu til að skipulögð samtök anarkista byggðu á stefnuskrá þar sem skipulag, hugmyndafræði og taktík yrði útlistað og allir meðlimir myndu skuldbinda sig við. Platformismi hefur frá upphafi verið gagnrýndur sem tilraun til að búa til stjórnmálaflokk anarkista og setja höft á frelsi einstaklingsins, grunnhugmynd anarkismans.

Police – Lögregla, lögregluembætti. Ríkisstofnun hverrar útsendarar eru eini félagslegi hópurinn sem hefur opinbert leyfi til að beita ofbeldi. Þetta leyfi er jafnframt almennt félagslega viðurkennt. Er ætlað að framfylgja þeim lögum sem löggjafinn setur og lögregluþjónar telja það skyldu sína.

Post-anarchism – Fræðileg nálgun á heimspeki og stjórnmál klassísks anarkisma, byggir á grunnkenningum hans og tengir inn á þær heimspeki, listir, aktivisma og stjórnmál samtímans.

Power  - Vald. Vald er áhrif – að geta sannfært aðra með rökvísi, útfrá stöðu eða með peningum og mútum. Vald getur einnig þýtt hótun og getu til að fylgja henni eftir.

Prefigurative politics – Sú hugmyndafræði að markmið og leiðir þurfi að haldast í hendur í baráttu fyrir bættum heimi. Þannig reyni pólitísk hreyfing að skipuleggja sig, haga sér og einfaldlega lifa í samræmi við þann breytta heim sem stefnt er að. Fyrir anarkista þýðir þetta m.a. að byggt er á láréttu skipulagi, sameiginlegri ákvarðanatöku (consensus), samhjálp og virðingu fyrir frelsi og sjálfræði einstaklingsins. Talað er í því samhengi um að byggja upp hið nýja samfélag innan ramma þess gamla.

Primitivism – Frumstæðishyggja (?). Anarkísk kenning sem segir þau vandamál sem skapast af yfirráðum og misskiptingu valds, vera innbyggð í eðli þeirrar siðmenningar sem nú teygir sig yfir nær öll samfélög manna. Því séu umbætur til einskis og leggja þurfi siðmenninguna af eins og hún leggur sig og læra að lifa frumstætt. Víða gagnrýnt af öðrum róttæklingum vegna rómantíseringar á afturhvarfi til frumstæðari lifnaðarhátta, en í raun má margt af þessum kenningum læra.

Propaganda by deed – Verkleg útbreiðsla. Í víðum skilningi þýðir verkleg útbreiðsla í raun einungis að hugmyndum sé best komið á framfæri með því að framkvæma þær og sýna þar með fordæmi. Í sögulegu samhengi og daglegri málnotkun er hins vegar með verklegri útbreiðslu átt við þá hugmynd að með einu áhrifaríku ofbeldisverki sé hægt að hrinda af stað ferli allsherjar byltingar eða uppreisnar, eða þá að með því sé hægt að ná fram hefndum fyrir tiltekið níðingsverk. Hugmyndin átti talsverðu fylgi að fagna upp úr 1880 og fram yfir aldamót en varð fljótt umdeild þar sem áhrifin af tilræðunum voru yfirleitt þveröfug við kenninguna. Fylgismenn þessara hugmynda drápu þó nokkra forseta, kónga, forsætisráðherra og einhverja almenna borgara áratugina í kringum aldamótin 1900 og eiga þau dæmi verklegrar útbreiðslu stærstan þátt í alræmdum klisjum um ofbeldisfulla anarkistann.

Psychogeography – Samkvæmt Guy Debord; rannsóknir á sértækum áhrifum landfræðilegs umhverfis, hvort sem það er skipulagt á meðvitaðan hátt eður ei, á hegðun og tilfinningalíf einstaklinga. Þar sem sálfræði og landafræði mætast. Aðferð til að rannsaka áhrif þéttbýlis á hegðun. Um leið er psychogeography pólitískt tæki til að hafa áhrif á þéttbýlislífið. Samkvæmt skilgreiningunni má taka skilgreiningunni eins og hún sé nokkuð á reiki.

Reclaim the  Streets – Aðgerðahreyfing sem spratt upp í Englandi og miðaði að því að endurheimta göturnar frá þeim sem hafa sett niður lög og reglugerð um hvern blett innan borgarmarka og ákveðið hlutverk han

Til baka í greinar