Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Réttarstaða mótmælenda – Nokkrir punktar

 

 

 

Tjáningarfrelsi og fundafrelsi. 73. grein stjórnarskrárinnar

 

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi aldrei í lög leiðaTjáningarfrelsi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

74. gr. 3. mgr. Rétt eiga menn á safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt vera við almennar samkomur. Banna mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir af þeim leiði óspektir.]

 

 

Samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar eru „friðsamleg mótmæli” lögleg og heimil þar sem þau eru tjáning og allir eru frjálsir til að tjá skoðanir sínar. Þá er spurning um hvenær mótmæli eru orðin ófriðsamleg?

 

Þegar nokkrir ungir menn ruddust inn í beina útsendingu Good Morning America á Austurvelli til að mótmæla víðtækum stríðsrekstri bandaríkjastjórnar var, samkvæmt dómi og í skilningi 73. gr. stjórnarskrárinnar, ótvírætt um tjáningu að ræða þar sem mótmælendur hrópuðu slagorð og báru spjöld með áletrunum og fána sem vísuðu til stjórnmálalegra hugmynda. Samkvæmt þeim dómi verður réttur manna til að hafa uppi slík mótmæli aðeins takmarkaður eftir þeim skilyrðum sem greinir í 3. mgr. greinarinnar; enda fari mótmælin friðsamlega fram eða ekki sé uggvænt um að af þeim leiði óspektir, þannig að þau megi banna skv. 3. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar.

 

Hrd. 1999, bls. 3386, Good Morning America. 

Með þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar er slegið föstum almennum rétti manna til þess láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir með friðsamlegum hætti. Þannig er tryggt, fleiri menn saman geti nýtt sér hið almenna tjáningarfrelsi með fundum, sameiginlegum mótmælum eða á annan veg.  

Af þessu leiðir, rétti manna til þess koma saman í áðurnefndum tilgangi verða ekki settar skorður nema með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.   [...]   

Mótmæli sem fram fara með þeim hætti hrópa sameiginlega slagorð gegn aðgerðum erlends ríkis, bera spjöld með áletrunum og fána, sem vísa til stjórnmálalegra hugmynda, eru ótvírætt tjáning í skilningi 73. gr. stjórnarskrárinnar.  

Samkvæmt framangreindu verður réttur manna til þess hafa uppi slík mótmæli aðeins takmarkaður eftir þeim skilyrðum, sem greinir í 3. mgr. greinarinnar, enda fari mótmælin friðsamlega fram eða ekki uggvænt, um af þeim leiði óspektir, þannig þau megi banna skv. 3. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar.”

 

Hið sama var ekki uppi á teningnum í ummælum dómara þegar þrír anarkistar voru dæmdir fyrir að sletta skyri á ráðstefnugesti álframleiðenda og stjórnvalda en þar var ekkert tillit tekið til þess hvað dómþolum gekk til við aðgerðina. Í dómi var engin umfjöllun um tjáningarfrelsi heldur sakfellt fyrir „mikil” eignaspjöll. Voru mótmælendur þá ekki dæmdir sem pólitískir aktivistar heldur fyllibyttur að valda ónæði? Þessi meðferð pólitískra mótmælenda hefur verið gagnrýnd innan lögfræðilegra hringja en gagnrýnin hefur ekki farið útfyrir það.

 

Fyrir evrópudómstólnum var mál C-112/00. Brenner hraðbrautin. Mótmælendur lokuðu heilli hraðbraut og ullu þar með gífurlegri truflun. Í öðru tilfelli blésu mótmælendur í lúðra og trufluðu veiðar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að aðgerðir gegn mótmælendum væru árás á tjáningarfrelsi þeirra.

 

Þannig að þó að mótmæli valdi truflun á vinnu eða annari starfsemi eru þau samkvæmt evrópudómstólnum tjáning, en á Íslandi geta mótmælendur átt von á að vera dæmdir fyrir óeirðir eða húsbrot.

 

Sé dómarnir fyrir „Good Morning America” bornir saman við skyrdóminn sést að þeir sem ruddust inn í útsendingu sjónvarpsþáttarins báru spjöld og fána með áletrunum sem vísuðu til stjórnmálalegra hugmynda og höfðu þannig ótvírætt uppi tjáningu. Útfrá þessu atriði er hægt að afgreiða bæði þá mótmælendur sem ruddust inn á álráðstefnu og þá sem ruddust inn á skrifstofu til að trufla þar vinnu, sem óeirðaseggi. Hefðu þau, eins og andstæðingar heimsvaldastefnu bandaríkjastjórnar, borið spjöld og fána með pólitískum yfirlýsingum hefði verið hægt að benda á Good Morning America dóminn sem fordæmi um að einnig þeirra aðgerðir væru pólitísk tjáning.

 

 

 

Hlutverk og réttur lögreglu í friðsamlegum mótmælum

 

Bein eignaspjöll.

3. mgr. 97. gr. opl e.t.v. vísbending um skilgreiningu eignaspjallahugtaksins.

“Ef uppþot verður sem hefur í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll eða hættu á slíku, svo og þegar margir menn hafa tekið þátt í óeirðum, sem leitt hafa til manntjóns eða meiri háttar líkamsmeiðinga, og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku, er lögreglunni heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða þátttöku í brotinu.“

 

 

Lögreglu er heimilt að beita umferðartakmörkunum og afmarka svæði til mótmæla en einungis að ástæður eða forsendur slíkra fyrirmæla séu málefnalegar. Fyrirmæli verða að vera innan ramma meðalhófs en meðalhófsreglur eru í 14. gr. lögreglulaga og 12. gr. stjórnsýslulaga:

Ef ná má lögmæltu markmiði með vægari aðgerðum þá skal nota þá vægustu.

Ef öryggi opinbers tignargests gætt þó að mótmælendur fái að mótmæla þá skal leyfa.

Ekki má banna mótmæli í nálægð bara til að tignargestur sjái þau ekki.

Ekki má hindra friðsamleg mótmæli til að þóknast tignargesti.

 

 

Samkvæmt náttúruverndarlögum er lögreglu ekki fortakslaust heimilt að hlýða fyrirmælum landeiganda um að fjarlægja mótmælendur af landi þeirra og enn takmarkaðri er heimild þegar um óbyggðir er að ræða.

 

12. gr. nvl heimil för um landið og dvöl í lögmætum tilgangi.

14. gr.nvl heimil för og dvöl án leyfis landeig á óræktuðu

20. gr.nvl heimilt að tjalda við alfaraleið í byggð án leyfis ef færri en 3 tjöld

 

Þjóðlendur og óbyggðir.

20. gr. nvl – heimilt að tjalda utan og við alfaraleið, göngutjöldum eða viðlegutjöldum.

4. mgr. 20. gr. nvl – alltaf þarf leyfi til að tjalda á ræktuðu landi. 

Lögreglu er ekki fortakslaust heimilt að hlýða fyrirmælum landeiganda um að fjarlægja mótmælendur af landi þeirra og enn takmarkaðri er heimild þegar um óbyggðir er að ræða.

 

Hlutverk lögreglu vegna mótmæla er tvíþætt:

-Gæta þess að mótmæli fari ekki úr böndunum og verði ófriðsamleg

-Sjá til þess að hægt sé að mótmæla.

 

15. gr. lögreglulaga vísar lögreglan oft í án rökstuðnings.

En ákvæðið er ekki opin heimild fyrir lögreglu til að beita aðgerðum, það geymir þröng skilyrði. Friðsamleg mótmæli veita lögreglu ekki heimild til aðgerða enda falla friðsamleg mótmæli ekki innan skilyrða 15. gr.

 

15. gr. lögreglulaga. 

  

Lögregla hafi aðeins afskipti í þrenns konar tilgangi (sbr. 1. gr)

1. Til halda uppi almannafriði og allsherjarreglu

Mótmæli séu orðin ófriðsamleg

2. Til koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til gæta öryggis einstaklinga eða almennings

Röskun þarf ógna öryggi

.3. Til afstýra afbrotum.

 

 

 

4. mgr. 15. gr. ef lögregla gefur fyrirmæli sem ekki er hlýtt

Ekki hægt bregðast við óhlýðninni nema hún valdi tjóni eða stofni almenningi í hættu.

Óhlýðni við hentiskipanir lögreglu á því láta afskiptalausa

 

3. mgr. 15. gr.

[Ef uggvænt þykir óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt banna maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið koma í veg fyrir kennsl verði borin á hann.]

 

 

Hér er spurning um hvort að þetta ákvæði stenst 73. gr. stjórnarskrár því er ekki það að mála andlit sitt tjáningarform?

 

Útfrá þessum takmörkuðu upplýsingum um lagaleg réttindi mótmælenda verðum við að mæla með því að hverjir þeir aktivistar sem ætla sér að skipuleggja eða taka þátt í aðgerð sem mun brjóta lög og þar af leiðandi mögulega leiða til handtöku, gæti þess að bera spjöld, borða, fána eða skilti með pólitískum yfirlýsingum – þeirri tjáningu sem stjórnarskránni er ætlað að vernda. Þar sem aktivistar í beinum aðgerðum vilja gjarnan hafa báðar hendur lausar væri önnur útfærsla af þessu að allir þátttakendur séu klæddir bolum með yfirlýsingum um pólitískan tilgang aðgerðarinnar eða séu allir með höfuðbönd í sama tilgangi.

 

Þetta er einn möguleiki til að pólitískar aðgerðir séu ekki dæmdar sem óeirðir og ofbeldi fyrir dómi.

 

Hinsvegar er það staðreynd að ekki hefur reynt á réttindi mótmælenda fyrir íslenskum dómstólum og næsta lítið borið á virðingu dómstóla fyrir þeim. Því verður hver og einn sem grípa vill til aðgerða gegn ranglæti og kúgun, að vera viðbúin(n) að vera dæmd(ur) útfrá glæpum en ekki pólitískri tjáningu.

 

 

 

Til baka í greinar