Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

KULNUN (burnout)

 

Hvernig hægt er að koma í veg fyrir og glíma við kulnun í aktivistastarfi.

 

Punktarnir hér fyrir neðan snúast um aðferðir og viðhorf sem hægt er að temja sér til að glíma við kulnun. Meðal einkenna hennar eru pirringur, vonleysi, umkomuleysi, svartsýni, að hætta að hafa gaman af hlutum sem áttu við mann áður, erfiðleikar við að taka ákvarðanir og halda einbeitingu auk síþreytu og annara líkamlegra einkenna.

 

Allir möguleikar eru auðvitað háðir aðstæðum og persónugerð hvers og eins. Það eru til margar leiðir sem geta hjálpað við að draga úr hættu á kulnun og koma í veg fyrir hana. Hér er listinn og hver getur valið fyrir sig hvað best hentar:

 

-Passa uppá heilbrigð, vingjarnleg og merkingarbær samskipti við aðra aktivista og eiga sér stuðningshóp (sama hvort það eru aðrir aktivistar eða ekki) þar sem hægt er að ræða líðan sína.

-Lifa einn dag í einu en um leið átta sig á því að það að vinna að heimsfriði og réttlæti er ævistarf.

-Sérhæfa sig og útfæra eigin persónulega hæfileika í aktivisma. Þannig er lögð áhersla á að sinna hlutum sem ganga upp, sem hægt er að njóta og upplifa að maður sé að gera góða hluti. Vinna að hlutum sem þá umbreytast í skapandi leik.

-Draga úr verkefnafjölda en sinna þeim betur. Maður getur hvort eð er aldrei sinnt öllum þeim aðgerðum og verkefnum sem mann langar til. Þessvegna þarf að forgangsraða og sinna fyrst þeim mikilvægustu.

-Átta sig á því að það er ekki hægt að hafa stjórn á öllu í því umhverfi sem maður lifir og starfar í en um leið líta á erfiðar aðstæður sem ögrun til að taka á.

-Ná árangri í lífinu utan við pólitíkina, gefa sér tíma til að gera þá hluti sem efla sjálfið.

-Vera með það á hreinu að sú staðreynd að þú ert að vinna að félagslegum málefnum einkennir heilbrigðan og þroskaðan einstakling, það sem þú ert að gera er rétt – sama hver útkoman verður- fagnaðu sigrum þegar þeir koma og verðlaunaðu sjálfa/n þig.

-Vertu meðvitaðri um áhrif þess sem aktivistar gera (finndu jafnvægi milli stundum óþarfrar bjartsýni hægrimanna og óþarfrar bölsýni vinstri manna). Velta því upp hvaðan við komum sem myndum ákveðnar hreyfingar, frekar en hvert við viljum komast. Skilja hversu miklu verri hlutirnir væru ef við gerðum ekki neitt, við höfum áhrif þó við náum ekki alltaf „árangri.”

-Vita að mikill árangur hefur náðst gegnum aktivisma, sjá t.d. réttindi samkynhneigðra og umhverfismál. Oft er þessi árangur ótrúlegur miðað við hvað þessir hópar hafa til að vinna úr og hvernig fjölmiðlar fjalla um þessi málefni.

-sjá að breytingar í ýmsar áttir eiga sér alltaf stað, því verður ekki breytt. Ný baráttumál munu koma upp

-Skilja að árangur skilar sér oft í því að hlutir eiga sér ekki stað.

-Skilja að stundum hefur starf aktivista áhrif árum seinna.

-Átta sig á því að depurð eða örvænting yfir ástandi heimsins hefur rétt á sér og það er ekki rangt að finna fyrir því. En viðhalda voninni með því að rifja markvisst upp sigursælar stundir innan hóps eða hreyfingar.

-Finna eigin neikvæðar hugsanir gagnvart sjálfum/sjálfri sér og eigin starfi sem kannski hafa ekki rétt á sér.

-Rækta húmor.

-Halda rækt við eigin líkama og losa sig við streitu með æfingum, slökunaræfingum eða hugleiðslu.

 

 

 

 

Til baka í greinar