Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

M fyrir MENNING
 

Menning?! O svei! Það er einmitt varan sem lögð er mest áhersla er á við kaupum, því hún fær okkur til halda við þurfum allt hitt líka.“ 

-Marilyn Monroe, úr sjálfsmorðsbréfi hennar 

Þegar ég heyri orðið menning, teygi ég mig eftir veskinu.“ 

-Ayn Rand, útskýrir hvernig hún fór því klifra metorðastigann

MENNING, ALLT FRÁ ÞEIRRI MARKAÐSVÆNU TIL ÞEIRRAR SEM ÞRÍFST NEÐANJARÐAR. 

Fyrst var rætt um menningarvandann fyrir rúmum átta áratugum í dadatímaritinuIcarus was right“: 

Menning: a) venjur, hefðir, félagsform og tengsl hóps sem sameinast um kynþátt, trúarbrögð eða samfélag. b) mengi sameiginlegra viðhorfa, gilda, markmiða og aðferða sem einkenna skilgreindan hóp.

  „Vonandi er það ljóst eftir lestur ofangreindrar skilgreiningar menning, hvaða menning sem er, er í sjálfu sér óleikur og gerð til skapa vandamál. Hver vill sjálfur þurfa fylgja, og neyða aðra til fylgja, fyrirfram ákveðnum viðmiðum og gildumhóps sem sameinast um kynþátt, trúarbrögð eða samfélag?“ 
 
 

  Í þessari grein var höfundurinn gagnrýna hvernig hefðir móta líf fólks.Menningaf öllu tagi samanstendur af hefðum, hegðunarferlum og samskiptum sem berast frá einum manni til næsta. Þannig er menningin sjálf gerð úr fyrirfram ákveðnum höftum gagnvart hegðun, samskiptum og jafnvel hugsunum manneskja. Þessi höft geta verið til góðs, t.d. þegar þau fela í sér gagnlegar upplýsingar um nauðsynlegar athafnir, eins og eldamennsku. En þau geta einnig takmarkað athafnir manneskja hættulega mikið. Menning getur verið bæði vel séð, eins og hefðbundin ítölsk matreiðsla og jafn fyrirlitleg og kvenfyrirlitning og kynþáttahatur sem er vafin inn í félagsgerð margra samfélaga. Samkvæmt þessari skilgreiningu geturmenningverið hamingju fólks fjandsamleg.

  En menning er alltaf hættulegt fyrirbæri, ekki bara þegar hún kennir fólki kynjarembu og rasisma, því allar manneskjur eru ólíkar og einstakar meðan menningarhefðir hvers lands kenna fólki ákveðin gildi og segja til um hvernig eigi gera hlutina. Hvaða menningarhópur sem er getur hentað einhverjum á ákveðnum tíma í lífi þeirra en enginn menningarhópur er hinn rétti fyrir alla. Þar sem fólk breytist, er engin trygging fyrir því ákveðin menningarleg fyrirbæri henti einhverjum einstaklingi allt lífið.

  Auðvitað er ómögulegt afmá menningu sína úr tilverunni, það væri út í hött halda því fram. Allt sem fólk er, er afleiðing menningar, án hennar hefði fólk ekki tungumál og gæti ekki velt heiminum fyrir sér eins og það gerir. Margt annað, eins og listir, góður matur og bókmenntir, eru skemmtileg menningarleg fyrirbæri en það er mikilvægt fólk meðvitað um hefðir og siðvenjur og taki þeim aldrei sem sjálfsögðum hlut, heldur velji það sem hentar og hafni restinni. Fólk þarf vera meðvitað um hvernig hegðun þess, viðhorf og hugmyndir mótast af þeim menningarhópum sem það lifir í. Sumir kunna meta þau rómantísku lífsviðhorf sem kennd eru við Spán og Spánverja en finnst viðhorf þess menningarhóps gagnvart konum óverjandi. Einhverjar heillast af yfirdrifinni tónlist og félagslegri gagnrýni pönkara en finnst klæðaburðurinn og dansstíllinn ekkert vera fyrir sig. Það taka það sem hver vill og láta afganginn eiga sig, þá er engin hætta á afvegaleiðast af einhverjum einum hóp. Svo vitnað í Hróa Hött þáhentar stórmarkaður hugmyndanna, rétt eins og hver annar stórmarkaður, einungis til þjófnaða.“

  Sem efnahagslegt stórveldi hafa Bandaríki Norður Ameríku heimsyfirráð í hendi sér. Þau valta yfir aðra menningarhópa og skipta menningu þeirra út fyrir sína eigin. Margir hópar mótmæla kröftuglega. Þeir krefjast réttar síns til halda sinnieiginmenningu og vilja bjarga henni frá því vera troðin undir af annars kyns menningu. Um leið berjast þau fyrir rétti sínum til vera bundin af eigin siðum og hefðum þegar þau ættu vera berjast fyrir rétti sínum til vera ekki bundin af neinum hefðum. Þá geta þau sett saman eigin lífsstíl og hugsunarhátt með menningarbútum héðan og þaðan eftir hentugleikum. Menning getur haft bæði jákvæð og gagnleg hlutverk í lífi fólks en fyrst þarf átta sig á harðstjórn hennar.  
 

Til baka í greinar