Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

hér er yfirlýsing frá hústökuhópnum Vatnsstíg 4      9. Apríl 2009

 

Félagsrými hefur verið yfirtekið við Vatnsstíg 4! Allsstaðar eru hús á hús ofan sem standa auð, hús sem átti rífa fyrir verslunarmiðstöðvar, hús sem átti leigja á okurverði, hús sem ætlunin var myndu gera ríka ríkari og samfélagið menningarsnauðara. Við spurðum hvorki kóng prest hvort við mættum brúka þetta hús, við þurfum ekki leyfi þeirra sem þykjast geta ráðskast með líf og land í krafti peninga. Við tökum ekki þátt í því kerfi. Við tökum það sem réttilega er okkar og sköpum í þessu húsi félagslegt rými þar sem fólk getur hist og notað rýmið á þá vegu sem því finnst skipta máli; t.d. með því halda fræðslukvöld, elda mat, koma á fót leshringjum, stunda pólitískt starf gegn auðvaldinu og til hvers konar sköpunar auk hverra þeirra uppákoma sem fólk kærir sig um halda. Rýmið verður opið öllum þeim sem vilja stuðla róttækum breytingum í samfélaginu.

Hið kapítalíska lýðræðið er eins og við þekkjum það í raun aðeins enn eitt valdakerfið hannað til níðast á fólki og græða á því. Fólki er kennt það það eina réttláta kerfið sem mannskepnan hefur smíðað utan um sig, en slíkt er firra. Í lýðræðinu kúgar meirihlutinn minnihlutann og fáir halda sér á toppi valdapýramídanna á kostnað hinna mörgu. Fyrir hvern forsætisráðherra eru þúsundir sem eru það ekki. Sameiginleg ákvarðanartaka allra er aðferð sem anarkistar og ýmsir aðrir róttækir hópar nota til komast niðurstöðum í hópum, stórum sem smáum, í stað meirihlutakosninga og valdapýramídalýðræðisskrumsins. Við viljum tækifærið til þess skapa möguleikana, ekki bara velja á milli þeirra!

Kapítalismi gerir fólki kleift eiga hús, en láta þau standa auð þrátt fyrir fjölda vanti heimili og viðverustaði. Bankarnir eiga flest tómu húsanna og ætlast er til þess við fólkið borgum fyrir þá svikamyllu sem viðgekkstfyrir hrun.“  Það verður ekki liðið lengur. Hústöku þessari er stefnt gegn yfirvaldi, auðhyggju og hverskonar valdabrölti. Húsið okkar verður laust við ríkjandi yfirvöld hér á landi og laust við alla yfirvaldsbygginu af okkar hálfu. Við, fólkið, felldum fyrri stjórn og erum langt í frá af baki dottin hvað varðar áframhaldandi niðurrif á þessu kerfi mismununar og græðgi en samhliða því byggjum við upp það samfélag sem við viljum lifa í. Við hvetjum aðra til þess neita borga skuldir til banka og taka yfir eigin hús og hefja almennar hústökur!

Til baka í greinar