Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Snemma á 17. öld

ÓMAGAKONUNGAR HAFSINS 

  Snemma á 17. öld var hafnarborgin Salè við strendur Marokkó athvarf sjóræningja hvaðanæva úr heiminum. Seinna þróaðist hún í frjálst, frum-anarkistaríki, sem laðaði m.a. sér fátæka útlaga frá Evrópu sem komu í hrönnum til byrja nýtt líf sem sjóræningjar og herjuðu á verslunarskip frá fyrrum heimkynnum sínum. Á meðal þessara evrópsku föðurlandssvikara var hinn óttalegi Kapteinn Bellamy. Veiðilendur hans var Gíbraltarsund, þar sem öll skip með löglegar vörur skiptu um sjóleið um leið og nafn hans var nefnt, en oftast of seint. Skipstjóri eins þeirra skipa sem Bellamy náði, mátti sitja undir eftirfarandi ræðu frá honum eftir hafa neitað ganga í lið með sjóræningjunum:

  „Mér finnst leitt þeir vilji ekki láta þig dallinn þinn aftur, því ég hef andstyggð á gera einhverjum miska hafi ég engan hag af því. Til helvítis með dallinn, við verðum sökkva honum, þó hann kæmi þér gagni. En þó ertu lævís hvolpur og það eru einnig allir þeir sem lúta lögum sem ríkir menn hafa komið á til verja eigið skinn. Þessir huglausu hvolpar hafa engan kjark til verja sjálfir það sem þeir náðu með svikum. Fjandinn hirði þá brögðóttu þrjóta og ykkur sem þjóna þeim, síljúgandi þöngulhausa með hjartað í brókunum. Þeir rægja okkur, þessir þorparar, þegar munurinn er einn, þeir eru varðir af lögunum þegar þeir ræna þá fátæku, þetta er satt, og við rænum og ruplum þá ríku varðir af okkar eigin hugrekki. Viltu þá ekki ganga í lið með okkur, frekar en sníkja vinnu hjá þessum bófum?”

  Þegar skipstjórinn svaraði samviska hans gæti ekki leyft honum brjóta lög guðs og manna, hélt sjóræninginn áfram:

Þú ert bölvaður samviskuþorpari, ég er frjáls prins, og ég hef jafn mikinn rétt á lýsa yfir stríði gegn heiminum og sem hefur hundrað skip og hundrað þúsund manna her, þetta er það sem samviska mín segir mér, en það þýðir ekkert rífast við svona kjökrandi hvolpa sem leyfa yfirmönnum sparka sér um þilfarið þegar þeim þóknast.”

 
 
1814

PERCY SHELLEY OG MARY GODWIN HLAUPAST Á BROTT

  Percy Bysshe Shelley var ungur anarkisti sem sagan minnist sem eins mesta skálds rómantísku stefnunnar. Hann heimsótti William Godwin, einn af fyrstu höfundum heimspeki anarkismans, og hljópst loks á brott með dóttur hanssem sýnir og sannar jafnvel skáld veit betur hvernig á koma kenningu í framkvæmd en heimspekingur!

 

 

Vorið 1871

PARÍSARKOMMÚNAN 

  Eftir Napóleon III hafði tekist leiða fjöldann allan af ungum mönnum í dauðann í stríði sínu við Prússa voru hörmungartímar í Frakklandi. Bilið milli ríkra og fátækra hafði aukist og um leið óánægja og uppreisnarhugur þeirra fátækustu. Innblásinn af anarkistum og sósíalistum setti almúgi Parísarborgar fram kröfur um borgin stýrði sér sjálf með kommúnu valinni af íbúunum sjálfum. Tugþúsundir Parísarbúa voru þegar vopnum búnir sem heimavarnarlið sem varði borgina fyrir Prússneska hernum. Prússar komu og fóru en heimavarnarliðið hélt ennþá fallbyssunum. Ríkisstjórn Frakklands sendi þá herflokka til afvopna Parísarbúa. Hermennskuandinn var sem betur fer ekki hærri en svo þegar hershöfðingi þeirra skipaði þeim skjóta á vopnlausan múg drógu þeir hann af hestbaki, leiddu fyrir aftökusveit og gengu síðan til liðs við uppreisnina.

  Kommúnan skipulagði þegar í stað kosningar þar sem almenningur valdi fulltrúa sína úr eigin röðum. Fulltrúarnir voru alltaf afturkallanlegir færu þeir misnota stöðu sína. Innan kommúnunnar voru fulltrúar allra róttæklinga þess tíma eins og anarkista, sósíalista og frjálslyndra lýðræðissinna, en þrátt fyrir ólíkar áherslur náðist upplýst samþykki (consensus) um viðhald allrar félagslegrar þjónustu fyrir þær tvær milljónir sem bjuggu í borginni. Einnig var drifið í ýmis konar umbótum eins og bættum aðstæðum vinnandi fólks með minna vinnuálagi og bótum til þeirra sem áttu um sárt binda vegna fátæktar og stríðshörmunga. Trúarbrögð voru gerð útlæg úr skólum og þær kirkjur fengu starfa sem einnig voru opnar sem miðstöðvar fyrir íbúafundi og gegndu þær þannig mikilvægu hlutverki. Margskyns félagslegar umbætur voru gerðar sem hástéttin og ríkisstjórn hennar hafði engan tilgang séð með, en eitt af því sem gerði Parísarkommúnuna svo merkilega var einmitt almennir verkamenn tóku yfir verk framkvæmdastjóra og sérfræðinga sem höfðu flúið borgina og fórst það vel úr hendi.

  En fólkið fékk ekki lengi frið til lifa lífinu eins og það vildi því franska ríkisstjórnin sendi her á borgina eftir nokkurra vikna sjálfræði íbúanna og eftir um mánuð af bardögum þar sem barist var um hvert hverfi hafði ríkið kæft hina glaðbeittu uppreisn í fjöldamorðum og aftökum.

  Parísarkommúnan er eitt af mörgum dæmum um hvernig framtakssamur almenningur getur ráðið sínum ráðum betur en ríkisstjórnir þykjast geta og hún er öllu andspyrnufólki innblástur.

 

 

Til baka í greinar