Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Fyrri heimstyrjöld

LISTIN SPRINGUR UM SJÁLFA SIG 

  Í næturklúbbi einum í Zurich kom saman sundurleitur hópur einstaklinga sem sumir höfðu komið sér hjá herþjónustu, voru smáglæpamenn, misheppnaðir stærðfræðingar eða málhölt skáld sem vildu svipta hulunni af listinni og lokum eyðileggja hana sem grein aðskilda frá lífinu. Þessi árás á vestræna siðmenningu, sem þeir hristu fram úr erminni, varð seinna viðmið fjölda menningarlegra skæruliðahópa tuttugustu aldarinnar.

  Nokkrum áratugum síðar var Dada Lama Richard Huelsenbeck ávarpa hóp hógværra fræðamanna og var þá spurður hvort dada hefði þróast sem andsvar við fyrri heimstyrjöldina. Hans svar var þetta: „Við vorum hlynntir stríðinu og í dag erum við ennþá hlynntir stríði. Lífið verður vera sársaukafullt, það er ekki nægilega mikið af hörmungum.“ 

 
7. nóvember 1922

TÓNLEIKARNIR Í BAKU 

  Rússneska tilraunatónskáldið Arseny Mikhailovich Avraamov klifraði þennan dag upp á háa byggingu í heimaborg sinni og stjórnaði hljómleikum verksmiðjusírena, eimreiðarflauta, fallbyssa og hvers þess sem gat gefið frá sér hávaða í borginni Baku. Hápunktur verksins var þegar allur floti Kaspíahafsins blés í þokulúðrana.

  Þó stjórn bolsévika næði seinna meir hefta listamenn af öllum greinum, gerði umrótið eftir rússnesku byltinguna listamönnum kleift framkvæma sambærilega hluti og tónleikana í Baku.* Fyrir byltinguna var Avraamov lítt þekktur og lifði í mikilli fátækt. Hann hafði ekki efni á píanói til spila tónverkin sín, ráfaði um götur Baku, leitaði mat í ruslatunnum og mændi með öfund og örvæntingu á ríka fólkið í kringum sig auk „gælulistamannasem eltu eins og kjölturakkar. Hann gat ekki grunað einn góðan veðurdag myndi hann ekki bara fæði og húsnæði fyrir deila sköpunargáfu sinni með samfélaginustaðinn fyrir samfélagið misnotaði vinnukrafta hans), heldur myndi hann einnig tækifæri til nota hvað sem honum dytti í hug við flytja verkin sín. Byltingarstjórnin í Baku tók nefnilega kommúnismann á orðinu í sambandi við allir myndu hafa sömu möguleika til leggja sitt af mörkum til samfélagsins og framleiðslutækin yrðu í eigu fólksins í heild og yrðu notuð til gera lífið betra og ánægjulegra fyrir alla. Vitandi Avraamov var fátækur listamaður sem átti erfitt uppdráttar og var með framúrstefnulegar kröfur og hugmyndir réðu þeir hann til semja tónverk sem syngi hinni frelsuðu borg lof og hægt væri spila á vélbúnað hennar.

Avraamov ferðaðist um í nýja samgöngukerfinu, ræddi við verkstjóra í vélsmiðjum í sambandi við tónhæð og tímasetningar í flautum og fékk þannig nokkra innsýn í sambandi við hverju það gæti komið til leiðar ef listin væri tekin alvarlega sem leið til gera lífið betra í stað þess herma eftir því.

  Boð og bönn sovétkerfisins kúguðu Avraamov seinna meir, en á þessum tiltekna degi leið borgarbúum eins og þeir fengju virkilega taka þátt í athöfn sem skipti máli og sýnir það hvað er mögulegt þegar litið er á list og samvinnu sem órjúfanlegan hluta af samfélaginu, frekar en einangruð tilfellieinkalífsogfrístunda.“

* Annað lofsvert dæmi um stutt tímabil frelsis og nýjungagirni var þeramínið árið 1919, fyrsta rafmagnshljóðfærið sem vinur Leníns, Leon Theremin, fann upp.

 

Á fjórða áratugnum

ANARKISTABYLTINGIN Á SPÁNI 

  Bylting anarkista á Spáni er gott dæmi til draga upp fyrir fólk sem heldur því fram myndun róttæks samfélags, sem byggist á beinu lýðræði og jafnrétti, séu draumórar einir og ef þannig samfélag væri til þá væri ómögulegt verja það fyrir utanaðkomandi árásarher.

  Þegar fasistinn Franco gerði uppreisn gegn ríkisstjórn Spánar 19. júlí 1936 voru margir herflokka hans fljótlega afvopnaðir af vopnuðum hópum anarkista og sósíalista sem voru meðlimir í samtökum róttækra verkamanna, CNT. Við lok mánaðarins réði Franco yfir hálfu landinu en CNT lýsti yfir allsherjarverkfalli byltingarinnar og ræktunarland og verksmiðjur væru undir stjórn verkafólks og bænda. Á vígstöðvunum völdu vopnaðir hópar anarkista sjálfir sína liðsforingja og skipanir voru ræddar áður en þær voru framkvæmdar. Hermennskuagi anarkistanna var auðvitað lítill en baráttuhugur þeirra bætti hann upp því þeir skipuðu sér í herflokka af fúsum og frjálsum vilja. Þúsundir anarkista og sósíalista allsstaðar úr heiminum (líka frá Íslandi) héldu til Spánar til berjast með CNT gegn fasistum. Bakvið víglínuna voru bændur og verkamenn önnum kafnir við skipuleggja nýtingu lands og verksmiðja í sameign vinnandi fólks. Margar þorpskommúnur voru settar upp, peningar sums staðar teknir úr umferð og sett upp vörudreifingarkerfi auk skóla og heilsugæslu. Víða voru kirkjur brenndar og prestar skikkaðir til vinnu á ökrunum. Allir íbúar hvers svæðis (konur og börn líka) komu saman á þingum, skipulögðum af fulltrúum CNT. Þingin kusu framkvæmdanefnd sem bar fulla ábyrgð gagnvart samkomunni. Enginn var neyddur til vera með; eina yfirvaldið í þá átt var almenningsálitið, öðru leyti var reynt fólk til liðs við byltingarhreyfinguna með góðu fordæmi. Bændur sem vildu starfa einir fengu gera það í friði. Framleiðni verksmiðja jókst, þrátt fyrir mikill mannafli væri á vígstöðvunum, þar sem fólk vann fyrir sig sjálft og sitt samfélag.

  Þessi tilraun til sjálfstæðs reksturs með beinu lýðræði gekk framar öllum vonum en hún fékk ekki blómstra nema í tæpt ár. Það sem gekk frá henni var ekki bara stríðið við heri fasista heldur einnig sósíalistar og kommúnistar unnu gegn hinni raunverulegu byltingu almúgans undir leiðsögn Sovétkommúnista. Eftir harða bardaga, bæði við fasista og milli anarkista og kommúnistasvikara, var rúmlega hálf milljón anarkista rekin í útlegð meðan þeir sem náðust voru teknir af lífi.

  Ósigur byltingarfólks á Spáni kom ekki til af því kenningar og aðferðir anarkista væru rangar, heldur náðist ekki keyra hina félagslegu byltingu í gegn. Hefði henni ekki verið fórnað vegna stríðsins og kommúnistar ekki gerst valdagráðugir, hefði útkoman orðið allt önnur.

 

 

Til baka í greinar