Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

9. apríl, 1950

ATBURÐURINN Í NOTRE-DAME 

  Meðan á Páskamessu stóð vorið 1950, læddust fjórir ungir menn í gegnum bakdyr Notre-Dame dómkirkjunnar í París. Þeir sviptu dómínikanskan munk klæðum og einn af hópnum, Michael Mourre sem fram þessu hafði sjálfur verið munksefni dóminikana, fór í kufl og steig í pontu. Í salnum voru tugþúsundir einstaklinga hvaðanæva úr heiminum. Hann fór með eftirfarandi predikun fyrir fólkið

„Í dag, á páskum þessa heilaga árs  undir merki Notre-Dame í París

saka ég

hina alþjóðlegu kaþólsku kirkju um leiða lífskraft okkar í dauðagöngu tómu himnaríki

Ég saka

kaþólsku kirkjuna um svindl

Ég saka

Kaþólsku kirkjuna um sýkja heiminn með siðaboðum dauða og ösku

fyrir vera graftarkýli á rotnu líki Vesturheims

Sannlega segi ég yður: guð er dauður

Við ælum á örvæntingu ykkar fjörlausu bæna því þær umlykja evrópska bardagavelli.

Gangið inn í eyðimörk þess lifandi heims þar sem guð er dauður og ræktið þessa jörð á með berum höndum

með ykkar eigin STOLTU höndum

með þeim höndum sem einskis biðja

Í dag, Páskadag þessa heilaga árs, hér undir merki Notre-Dame í París

lýsum við yfir dauða hins kristilega guðs, svo maðurinn geti loks farið lifa.“ 

  Áhorfendur hlustuðu fyrst í skylduræknu rænuleysi, en gerðu sér síðan grein fyrir því hvað þau voru hlusta á og komust í afar mikið uppnám. Svissnesku verðir dómkirkjunnar drógu upp sverð og hlupu pontunni til drepa hina óboðnu gesti og einn þeirra skáru þeir illa í andlitið. Útataður í blóði félaga síns blessaði Michael glaðhlakkalega brjálaðan múginn áður en hann og vinir hans sluppu útúr dómkirkjunni og inn í sagnaarf andspyrnunnar eilífu.

 

Sjötti áratugurinn

ROKK OG RÓL

  Það vita ekki margir af því í dag, en þegar lagið „Rock Around the Clock“ með Bill Haley and the Comets var gefið út á sínum tíma, olli það uppþoti. Ungir karlar og konur, sem heyrðu það í fyrsta sinn í kvikmyndinni The Blackboard Jungle, voru búin skera bíósætin, kasta gosflöskum bíótjaldinu og rjúka útá götur til brjóta rúður og velta bílum, áður en fyrsta viðlagi lauk

  Unglingar hópuðu sig saman og héngu í úthverfunum mánuð eftir mánuð, stjörf af tilfinningahita sem ekki hafði gert vart við sig kynslóðum saman og þau vissu eitthvað þurfti gera – en enginn vissi hvaðannars mundi allt springa í tætlur. Rétt einsog Jerry Rubin kom í hinum vinsæla hryðjuverkaleiðarvísi „Do It!“ þá voru ungar konur, sem aldrei höfðu kynnst kynferðislegri fullnægingu, upplifa þá sérstöku tilfinningu í hrönnum þegar hlaupatíkur stórfyrirtækja á borð við Elvis Presley héldu tónleikasvo virtist sem stórfyrirtækin hefðu loksins komið með afurð sem gæti grafið undan þeirra eigin valdi.

  En áhangendur rokksins þróuðu aldrei neina greiningu á hvað það var sem tónlistin fékk þá til vilja og þar af leiðandi voru þeir, sem hópur, ekki fær um ganga lengra frumhvötunum. Þegar fyrstu rokksveitirnar sýndu fram á óskrifaðar reglur tónlistarinnar voru einungis ímyndun, fengu rokkunnendur það á tilfinninguna öll önnur lög og reglur væru einnig sjónhverfingar, þannig allt var mögulegt. En þar sem þeir gengu ekki þegar til verks útfrá þessari tilfinningu og afnámu þann aðskilnað sem blessar stéttaskiptingu og markaðshyggju í vesturheimi, voru þeir aðlagaðir kerfinu, sem framleiðendur og neytendur nýs markaðar fyrir ungt fólk í uppreisn. Þar sem þeir tóku aldrei á muninum sem gerður er á listamanni og samfélagi eða atvinnumarkaðinum og auðlindunum, sem hann byggist á, var þeim tvístrað og uppreisn þeirra brotin á bak aftur. Með leyfi útgáfufyrirtækja, sem höfðu alla framleiðslu og dreifingu tónlistar í hendi sér, beindu sumir þessara tónlistarmanna uppreisn sinni inn á framleiðslu tónlistar sem fljótlega hætti ögra nokkrum hlut. Þau sem ekki fengu samning voru tilneydd til vera áfram neytendur og fara út á vinnumarkaðinn (ekki lengur bara til lifa af heldur líka til kaupa plöturnar sem gáfu þeim falska tilfinningu um vera hluti af einhverju sem breytti heiminum).

  Rokktónlistarmenn eru enn þann dag í dag leitast við halda í heiðri þeim helgiathöfnum sem efla frelsistilfinninguna og í stöku lágmenningarhópum gengur það tímabundið upp. Það er hinsvegar næsta víst svo lengi sem rokk og ról er einungis yfirvarp og afþreying mun það ganga undir því eymdarkerfi sem lifað er við, í stað þess vera hluti af því sem snýr heiminum á réttan kjöl.  

 

24. ágúst, 1967

SIGURINN YFIR KAUPHÖLL NEW YORK 

  Tveir skólafélagar frá Eldridge Cleaver gengu inn í kauphöll New York með vasana fulla af eins dollars seðlum. Dyravörðurinn vildi neita þeim um inngöngu og kallaði þáhippa“ en þeir mótmæltu harðlega og sögðust ekki verahippar heldur gyðingarog dyravörðurinn þorði ekki annað en hleypa þeim inn.

  Þeir gengu inná svalirnar sem veitti útsýni yfir sjálfa kauphöllina og byrjuðu fleygja seðlunum yfir handriðið til verðbréfasalanna fyrir neðan þá. Verðbréfasalarnir snarhættu hverju því sem þeir voru gera og hlupu eftir seðlunum með hrindingum og pústrum, þangað til lögreglan kom og dróhippana“ í burtu. Þessi truflun á vinnudeginum olli fjárhagslegu hruni í kauphöllinni; verðbréfasalar og hluthafar töpuðu þúsundum dollara. Sjónvarpsmyndavélar náðu myndum af atburðinum og sama kvöld fengu bandarískar fjölskyldur sjá fréttamyndir af verðbréfasölum reknum áfram af sjúklegri græðgi. Nokkrum vikum síðar var búið koma upp skotheldu gleri og stálgrind á milli innanhússsvalanna og kauphallarsvæðisins og búið skipa dyravörðunum hleypa engum gyðingum inn í bygginguna.

 

 

Til baka í greinar