Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Maí, 1968

PARÍSARKOMMÚNAN ENDURLÍFGUР

  Í Frakklandi (sem var reyndar eitt af fáum vestrænum ríkjum þar sem rokktónlist var ekki vinsæl meðal ungdómsins) braust út allsherjarbylting árið 1968. Hún byrjaði sem óánægja meðal almennings, yfir harkalegri framkoma yfirvalda gagnvart nokkrum námsmönnum sem höfðu nýtt sér kæruleysi samnemenda í háskóla einum og náðu komast í nemendaráðið í þeim tilgangi einum misnotaskólasjóðinn til prenta róttæka bæklinga. Þúsundir stúdenta og verkamanna mótmæltu rotnu kerfi markaðshyggjunnar á götum úti og börðust síðan við lögregluna um göturnar. Mótmælendur náðu yfirráðum yfir götunum og héldu þeim í tæpan mánuð. Öll verkamannastéttin fór í verkfall og verkamenn lögðu undir sig vinnustaði sína til sýna samstöðu. Stúdentar lögðu undir sig háskólana og fólk af öllum þáttum samfélagsins lagði leið sína þangað daga og nætur til taka þátt í umræðum með byltingarfólki um hvernig nýi heimurinn ætti vera. Á síðustu stundu, eftir byltingarráðin höfðu sent símskeyti til allra ríkistjórna í heiminum (og til páfans líka) með tilkynningu um stjórnartíð þeirra mundi líða undir lok innan tíðar, unnu verkalýðshreyfingarnar og vinstri flokkarnir mikið spellvirki með því skipa þeim aftur til vinnu sem enn báru traust til þeirra. Í staðinn fengu þau sem hlýddu smávægilega launahækkun. „Regluvar aftur komið á og um leið sjónleiknum um ánægða og þæga þjóð. Öflin, sem nærri því ýttu Frakklandi til algerrar þjóðfélagsbreytingar, hafa legið í dvala síðan, aðgerðalaus því er virðist.

  „Situationst Internationalvar hópur af róttækum kennismiðum og fyrrum listamönnum sem hafa haft það orð á sér vita hvað skýrast hvað Maíbyltingin 1968 snerist um. Hugmyndir og aðgerðir situationistanna, sem gagnrýna samfélag sjónleiksins, þar sem fólk er sett í stöðu hlutlausra áhorfenda í stað þess vera virkir þátttakendur, eru vissulega mikilvægar fyrir margt andspyrnufólk. Framapotarar meðal menningarvita hafa seinna meir gruflað í  þessum hugmyndum og hafa (óafvitandi eða ekki) gert í því grafa undan tilraunum þeirra til breyta heiminum, með því kynna þennan hóp sem hluta af mannkynsögunni en ekkert umfram það.

  Eina leiðin til votta framtaki þeirra virðingu er gera það sem þeir voru gera, stela hugmyndum þeirra og nota þær þar sem við á, í staðinn fyrir gera þá hluta af því sem þeir hefðu úthrópað sem sagnfræði sjónleiksins (þ.e. þegar fólk er gert umkomulausum leiksoppum sögunnar í stað þess vera hluti af henni).

 

1970

BEINAR AÐGERÐIR ERU ÞAÐ SEM SKILAR ÁRANGRI 

  Þriðjudaginn 25. ágúst árið 1970, klukkan átta um kvöldið, hófust 65 landeigendur í Mývatnssveit handa við rífa niður stíflu sem stjórn Laxárvirkjunar, sameignarfyrirtækis ríkisins og Akureyrarkaupstaðar, hafði látið byggja í einni af kvíslum Laxár í Mývatnssveit. Þegar lögreglan kom á vettvang klukkan eitt um nóttina hafði þeim tekist ljúka verkinu.

  Forsaga málsins er á árunum 1946-1961 voru reistar þrjár stíflur í ánni. Harðar deilur höfðu risið um gerð stíflanna milli landeigenda og stjórnar Laxárvirkjunar. Landeigendur bentu á náttúruverndarsjónarmið væru fyrir borð borin við alla mannvirkjagerðina, fiskgengd væri stefnt í voða sem og einstöku gróður- og fuglalífi svæðisins. Lítið sem ekkert samráð hafði verið haft við landeigendur og fébætur í engu samræmi við tjón þeirra. Sárast sveið þó landeigendum hroki yfirvaldsins þar sem stíflurnar höfðu þegar verið reistar án viðhlítandi lagaheimilda; þeir létu ekki lengur yfir sig ganga og gripu til beinna aðgerða. Sextíu og fimm saman mættu þeir með tvær dráttarvélar, skóflur, haka og dínamít og rifu niður og sprengdu stærstu stífluna á innan við fimm klukkustundum.

  Sérstakur saksóknari var skipaður til rannsaka brot landeigendanna. Þeir voru allir ákærðir fyrir stórfelld eignaspjöll, ólöglegar sprengingar og ólögmæta truflun á rekstri virkjana. Héraðsdómur taldi sprengjumenn seka um eignaspjöll en dæmdi þá ekki til refsingar þar sem þeir höfðu réttmæta ástæðu til ætla háttsemi þeirra væri ekki brot á lögum. Dómurinn byggðist á því stjórn Laxárvirkjunar hefði ekki aflað nægjanlegra heimilda til reisa virkjunina.

  Þessi saga (sem er betur sögð í bók sem gefin var út um málið), er eitt af mörgum dæmum þess ríkið mun ekki hika við brjóta eigin lög til berja sinn vilja í gegn og samtakamáttur almennra borgara í beinum aðgerðum er það sem skilar bestum árangri við þær aðstæður.

 

1972

ÞEIR SLETTA SKYRINU SEM EIGA ÞAР

  Það var við þingsetningu þann 1.október árið1972, eftir biskup var búinn fara með sína tölu yfir þingheim, ráðamenn voru á leið frá kirkju til þinghúss í réttri goggunarröð, þegar maður einn gekk hópnum með fötu og byrjaði sletta skyri á forseta, biskup, ráðherra og þingmenn. Lögreglan brást nokkuð skjótt við, keyrði manninn í götuna og járnaði á höndum og fótum en ekki fyrr en hann hafði náð gusa sæmilega yfir mannskapinn sem rétt í þessu hafði fengið blessun guðs yfir völd sín.

  sem sletti skyrinu var Helgi Hóseason sem alla ævi hefur barist gegn yfirgangi yfirvalda. Sextán ára gamall fékk hann í fyrsta sinn frávísun við fyrirspurn til kirkjulegra yfirvalda þess efnis skírnarsáttmála hans yrði rift þar sem hann hefði verið ómálga smábarn þegar hann var skírður. Laust eftir 1940 flutti Helgi til Reykjavíkur og byrjaði tala við biskup landsins og aðra háttsetta menn innan kirkjunnar, fékk afsvar og vildi fara með mál á hendur biskupi en því var einnig vísað frá; kirkjan er undir vernd ríkisins. Helgi fór allar mögulegar lagalegar leiðir, lagði málið fyrir mannréttindadómstólinn í Strasbourg en var alls staðar vísað frá. Þá hann það eina sem hann gæti gert væri grípa til beinna aðgerða og byrjaði svo glæsilega á því sletta skyri á nokkra af æðstu valdhöfum íslenska ríkisins.

  Vegna þessa var Helgi settur í fangaklefa og dæmdur til geðrannsóknar. Yfirvaldið hreinlega neitaði trúa því heilbrigður maður gæti borið svo litla virðingu fyrir því hann sletti á það skyri. Alla tíð frá þessu hefur Helgi haft í frammi borgaralega óhlýðni, staðið með mótmælaspjöld á götum Reykjavíkur og fyrir utan kirkjur og margoft verið handtekinn fyrir láta skoðanir sínar í ljósi.

Helgi er hetja og fyrirmynd alls andspyrnufólks.

 

Til baka í greinar