Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

 

sumarið 1994

OPNUN Á FJÖLNOTAHÚSI 

  Andspyrnuhópur einn setti upp skemmtilegt dæmi um sameiginlega rekið fjölnotahús. Húsið er starfrækt af ákveðnum kjarna af fólki sem býr í því og gerir sína hluti í samvinnu við samfélagið í næsta nágrenni. Húsið býður uppá sameiginlegt húsnæði fyrir allskonar verkefni: Food not bombs/Food not banks (sem bjóða heimilislausum upp á fríar máltíðir), veitinga- og kaffihús, tónlistarsafn og bókasafn, reiðhjólamiðstöð sem er frjáls til afnotasamvinnu við aðrar reiðhjólamiðstöðvar sem eru víðsvegar um borgina og bjóða uppá umhverfisvænan samgöngumáta fyrir einstaklinga, þeim kostnaðarlausu), aðstöðu fyrir listamenn og hópastarf, framköllunarherbergi fyrir áhugafólk um ljósmyndun, tónleika- og æfingasvæði fyrir hljómsveitir, svið til sýna kvikmyndir og leikrit, dagheimili fyrir börn og jafnvel gufubað. Auðvitað er allt þetta opið almenningi og skipulagt með almenningi á fundum skipulögðum með upplýst samþykki (consensus) markmiði. Þarna hafa verið margir sérstakir viðburðir, allt frá kvikmyndahátíðum til flippútgáfu af rómversku hringleikahúsi með skylmingamönnum, búrum og gargandi áhorfendum. Á undanförnum árum hafa sambærileg fjölnotahús verið opnuð víðsvegar um heiminn.

  Þessháttar sameiginleg svæði hafa gert mörgu andspyrnufólki kleift lifa með minniháttar útgjöldum og heimfæra eigin farsæld upp á annað fólk í stað þess hugsa um eigin rass á kostnað allra annarra, einsog búist er við.  

 

 

 

vorið 1998

BALLETHÓPUR ANDSPYRNU SÝNIR Í FYRSTA SINN 

Lítill her af einstaklingum, sem klæddir voru fyrirferðamiklum búningum, sem skáru nokkuð á sjónsvið þeirra, hentust óumbeðnir og óboðnir inná svið meðan yfir stóð sýning á „Raddir vorsinseftir Marcel Duchamp. Efnt hafði verið til sýningarinnar fyrir sérfræðinga sem komu til taka þátt í árlegri ráðstefnu á vegum „Journal of Atomic Scientists.“

 

 

nóvember 1999

STOKKHÓLMSAÐGERÐIN 

  Verkalýðsfélög sænskra ríkisstarfsmanna hafa, á hverju ári, sérstaka daga þar sem sjálfboðaliðar vinna launalaust með öðru vinnandi fólki til sýna fram á hversu mikið gæti áunnist ef ríkið gæfi þeim meira til vinna úr. Af fullkomnu skilningsleysi á markmiðum verkafólksins tilkynnti lögregluembætti Stokkhólms það mundi hafa sérstakanÖruggan Stokkhólmsdagþar sem allt lið lögreglunnar væri tiltækt á götum borgarinnar, bæði þeir sem áttu vakt og þeir sem áttu frí. Tilgangurinn var sýna fram á enn harðara lögreglueftirlit myndi einhvernveginn gera borgina öruggari og vinalegri stað.

  Haldinn var sérstakur fundur hjá sænsku hluta CrimethInc. andspyrnuhópsins og í kjölfarið var herjað á búningaleigur til setja næstum tvo hundruðlausamennsku lögregluþjóna“ í einkennisbúninga í tilefni dagsins. Þessir CrimethInc. löggur gengu í störfin við hliðina á opinberu löggunum, sektuðu vegfarendur fyrir fáránlegustu lagabrot og skrumskældu venjulegan yfirgang lögreglumanna. Með hegðun sinni ýttu þeir undir gremju og óþol almennra borgara gagnvart því vera umkringdir meira lögregluliði en venjulega og þessi pirringur gerði engu það hátíðlega andrúmsloft sem lögregluembættið hafði viljað fram með uppákomunni. Þegar leið á daginn gerði lögreglan sér grein fyrir því það voru ekki aðeins löggur á frívakt sem voru aukalega með þeim í liði, heldur einnig fölsuð eintök, en einnig handtaka vandræðagemlinganna var varasamt, því það gæti leitt til spurninga um lögmæti þess hafa frívaktarfólk á vakt. Í staðinn reyndu þeir reka þá burt með hótunum. En hótanir fengu platlöggurnar ekki burt og reiði lögregluþjóna fór vaxandi þangað til ein platlöggan reyndi framkvæma borgaralega handtöku á aðstoðarvarðstjóra fyrir brjóta umferðarlög. Við þessa ögrun réðist lögreglan með kylfur á lofti á lögreglusvikarana sem voru fljótir hverfa innan um aðra einkennisklædda, þangað til enginn gat greint milli þeirra og ekta lögregluþjóna. Lögregluþjónunum var mikið í mun refsa óvinum sínum fyrir niðurlæginguna og í blindri heift réðust þeir hver á annan, með táragasi og lokum skotvopnum. Allt í allt særðust þrjátíu og sjö lögreglumenn og sex CrimethInc útsendarar.

  Dómari úrskurðaði það væri ólöglegt hafa lögreglumenn á frívakt í vinnu og sleppti andspyrnufólkinu. Um leið áminnti hann lögregluembættið harkalega, en innan þess var innra skipulag farið til fjandans sökum uppákomunnar. Vegna þrýstings frá almenningi skar síðan ríkisstjórnin niður framlög til lögregluembættisins, í stað þess hækka þau eins og vonir stóðu til.

 

 

Til baka í greinar