Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Tvćr nýjar umfjallanir 16. desember 2015 miđ.


Tvćr nýjar umfjallanir hafa veriđ birtar hér á Andspyrnu: annars vegar um 1. tölublađ tímaritsins Anarchist Studies áriđ 2015, sem helgađ er anarkistanum og rithöfundinum George Woodcock; hins vegar um Under Three Flags – Anarchism and the Anti-Colinial Imagination, bók Benedict Anderson um anarkisma 19. aldar og frelsisbaráttur nýlenduţjóđa.

Anarchist Studies Journal Vol 23. Number 1. 2015

„Woodcock tók á sínum tíma saman yfirlitsrit um anarkisma - The Anarchist Reader - sem hann kom í útgáfu hjá Penguin og er ţví eitt útbreiddasta inngangsrit um anarkisma nokkurntímann. Grein Sureyyya Eren og Ruth Kinna, “George Woodcock: The Ghost Writer of Anarchism”, rýnir í hvernig viđhorf friđarsinnans Woodcocks sjálfs lituđu bókina. Til dćmis í ćviágripum sögulega ţekktra anarkista lýsir hann Bakunin eins og barnalegum manni í stöđugu maníukasti. Greinarhöfundar spyrja sig ađ ţví hversu raunsć sýn Woodcock á anarkismann hafi veriđ ţegar Woodcock endar bókina í ţeim tón ađ anarkisminn sé búinn ađ vera.“

Sjá umfjöllunina í heild sinni hér.

Under Three Flags – Anarchism and the Anti-Colinial Imagination

„Sagan er flókin og margir koma viđ sögu en samt er lestur bókarinnar heillandi yfirsýn yfir hrun heimsvelda, baráttu anarkista gegn allri kúgun og baráttu undirokađra samfélaga gegn ofbeldi erlendra ríkja. Um leiđ segir af herfilegu ofbeldi ţegar uppreisnir voru barđar niđur međ fjöldamorđum, handtökum og pyntingum og af aftökum í kjölfar sprengjutilrćđa anarkista og annara uppreisnarmanna.“

Sjá umfjöllunina í heild sinni hér.

 

 

Stađsetning Bókasafns Anarkista 20. júlí 2015 mán.


Ţegar Reykjavíkurakademían neyddist til ađ flytja úr heimili sínu til langtíma, JL húsinu, vegna hótelplana eigenda byggingarinnar, fann akademían sér nýtt heimili ađ Ţórunnartúni 2.
Bókasafn Anarkista fékk ađ flytja međ og halda heimilisfangi sínu hjá akademíunni og kunnum viđ ađstandendum miklar ţakkir.
Margir verđa ringlađir af ţví ađ leita safniđ uppi eftir flutninginn en ţađ stafar af nafnabreytingu götunnar ţví Ţórunnartún hét áđur Skúlatún og heitir ţađ enn fyrir mörgum. Einnig fer fram mikil byggingavinna á ţessum reitum ţví marga dreymir stóra hóteldrauma í hagkerfi bólukapítalismans.
Bókasafn Anarkista er s.s. í byggingunni á horni Ţórunnartúns og Borgartúns, yfirlitsskilti um innihald byggingarinnar er viđ innganginn niđri.

 

 

Fjórar nýjar greinar um anarkisma og anarkista 13. júlí 2015 mán.


Anarkismi og anarkistar eru ekki algengt umfjöllunarefni í íslenskum fjölmiđlum. En Andspyrna getur nú glöđ bent lesendum sínum á fjórar greinar, eftir fjóra einstaklinga, sem hafa nýlega birst í fjórum íslenskum miđlum. Allar eru ţćr hugleiđingar um anarkisma og anarkista, en ţar sem höfundar ţeirra koma augljóslega úr ólíkum áttum hafa ţeir allir ólíka sýn á ţađ margslungna viđfangsefni sem anarkískar hugmyndir og anarkísk barátta eru.

Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, birti grein í Fréttablađinu ţar sem hann segist vera anarkisti en hafnar íslensku ţýđingunni stjórnleysi á ţeim forsendum ađ ţađ sé lélegt og gildishlađiđ orđ, „fabríker[a]đ af frćđimönnum“. Í greininni segir Jón međal annars:

„Ég held ađ hugmyndafrćđi anarkismans hafi alla burđi til ađ ţróast og ţroskast. Hann er eitt af innihaldsefnunum í lýđrćđinu. Ef lýđrćđiđ er súpa ţá er anarkisminn krydd. Hann gerir súpuna bragđmeiri. Anarkisminn er ađ svo stórum hluta kjarninn í ţví sem lýđrćđi er. Nútíminn og framtíđin eru spennandi tímar fyrir anarkista.“

Sjá grein Jóns hér.

Stuttu síđar birti Bragi Páll Sigurđsson, ljóđskáld og pistlahöfundur, grein á Kjarnanum ţar sem hann hafnar einnig stjórnleysishugtakinu, segir anarkisma fela í sér „stjórnendaleysi“ og leggur út frá ţeirri kenningu ađ „[s]tćrsta vandamáliđ sem steđj[i] ađ mannkyninu í dag [séu] afleiđingar hins banvćna hjónabands kapítalisma og lýđrćđis.“ Í greininni, sem eins og grein Jóns hefst á ţeirri yfirlýsingu ađ greinahöfundur sé anarkisti, segir Bragi međal annars:

„Ţví kerfiđ er gallađ. En viđ höldum áfram ađ vona. Ađ nýtt höfuđ á skrímsliđ geriđ ţađ góđhjartađ. En ţađ er lögun pýramídans sem er gölluđ. Ađ organískar kaótískar lífverur í kaótískum kakafónískum heimi séu settar inn í kerfi hannađ af mönnum er líklega ekki ađ fara ađ virka. Og út úr ţeim raunveruleika sprettur ţessi hugmynd ađ lausn. Anarkismi. Hann gengur ekki út á stjórn-leysi. Hann gengur út á stjórnenda-leysi. Ađ enginn geti sóst eftir ţví ađ stjórna öđru fólki. Ađ enginn hafi yfir stórkostlegum völdum og eignum ađ ráđa sem hann geti beitt í eigin ţágu en sagst vera ađ vinna fyrir heildina. Ađ allir séu jafnir. Einkennisorđin „enginn öđrum ćđri“ ćttu nefnilega ađ vera eitthvađ sem flestir gćtu veriđ sammála.“

Sjá grein Braga Páls hér.

Haukur Hilmarsson, tónlistarmađur og aktívisti, birti svo grein í Kvennablađinu ţar sem hann svarar ofangreindri grein Jóns, fagnar gagnorđum og jákvćđum kynningum á anarkisma, en segist ţó ţurfa ađ gera nokkrar athugasemdir viđ skrif fyrrum borgarstjórans. Haukur tekur sérstaklega fyrir orđ Jóns um ađ anarkismi sé einungis krydd í lýđrćđissúpunni og segir:

„Ađ mínu viti er nćr lagi ađ líkja honum viđ allt hráefniđ og lýđrćđinu viđ vatniđ sem ţynnir ţađ út. Allt ţađ besta í lýđrćđi eru útţynntar hugsjónir anarkismans. Ţćr hafa ávallt veriđ almenningi innblástur til baráttu og byltinga, svo lengi sem ţćr svara til óheflađra og óheftra hvata hins frjálsa huga. Ţćr breytast hins vegar í kćfandi leiđinleg kúgunartćki ţegar ríkisvaldiđ hefur klínt á ţćr sínum ţversagnakenndu fyrirvörum.“

Sjá grein Hauks hér.

Loks birti Stundin grein eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, listamann og ljóđskáld, sem ólíkt Jóni og Braga hafnar ekki stjórnleysishugtakinu heldur gengst viđ ţví. Hann gagnrýnir einfeldningslegar og stađlađar hugmyndir um „eđlilega“ hegđun stjórnleysingja og klisjukenndar birtingarmyndir anarkískrar baráttu, og segir međal annars:

„[V]iljinn til stjórnlausrar hreyfingar um lífsflötinn byggist í grunninn á altćkri andúđ og neitun á stjórnlyndisknúinni stöđnun, hverskyns hömlum og tilvistarhindrunum — ekki síst menningar- og félagslegum spennitreyjum á borđ viđ stađlađar, niđursođnar hugmyndir um ásýnd, áherslur, hlutverk, skyldur og eđlilegt hegđunarmynstur tiltekinna einstaklinga og hópa. Viđ ţćr átakalínur liggja vígstöđvar stjórnleysingja — miklu frekar en í samstilltum kór sem hefur ţađ eitt ađ markmiđi ađ syngja burt eina birtingarmynd stjórnvalds í skiptum fyrir ađra.“

Sjá grein Snorra Páls hér.

 

 

Ţrjár nýjar bókaumfjallanir 11. apríl 2015 lau.


„Critchley sér ađ ţegar valdalaust fólk, drifiđ áfram af sannfćringarkrafti frelsisţrár sem kemur beint frá hjartanu, beitir sér af hörku gegn ţeim stofnunum sem sem gera tilkall til einkaréttar á beitingu ofbeldis innan samfélags, og verja ţann rétt međ hrottaskap, ţá er ofbeldi fólksins 'ćđra'. Viđ getum ekki gengiđ til kosninga og orđiđ frjáls ţví fulltrúalýđrćđi er skáldskapur af ćđstu gráđu. Viđ getum ekki fariđ í hugleiđslu og jóga og orđiđ frjáls, eins og Critchley segir passíva níhilista okkar samtíma gera ţegar fals nútímastjórnmála verđur ţeim of augljóst. Eins og Páll postuli skrifađi ţá verđur sannfćringarkrafturinn raunverulegur ţegar samfélag er í krísum eins og ţeim sem fals hins kapítalíska fulltrúalýđrćđis og hnignun trúarbragđa leiđa af sér, ţá getur hiđ anarkíska innan samfélaga virkjast til baráttu fyrir eigin frelsi.“

Sjá umfjöllun um Faith of the Faithless – Experiments in Political Theology eftir Simon Critchley.

„Persónuleg vitund mín um anarkisma hefur hingađ til veriđ bundin viđ mótmćlahreyfingar sem vinna á grunni lítilla samvinnuhópa, auk 'lífsstílsanarkista' , einstaklingshyggju og baráttu gegn eyđileggingu vors náttúrulega umhverfis og vistkerfis, ţar á međal primitivisma. Hreyfingum syndikalista hefur ég gefiđ lítinn gaum, ađallega vegna ţess ađ ţađ sem ég hef reynt ađ lesa um ţessa sögu er ţreytandi texti. Hér er sem sagt fyrsta bókin sem ég les um sögu og markmiđ anarkisma í formi verkalýđsbaráttu og núna er bókin 'Black Flame – the Revolutionary Class Politics of Anarchism and Syndicalism' komin ofarlega á leslistann!“

Sjá umfjöllun um Cartography of Revolutionary Anarchism eftir Michael Schmidt.

„Miđađ viđ efnistök hefur Rolling Thunder, eitt af tímaritum CrimethInc hópsins, líklega aldrei veriđ réttnefndara - “Journal of Living Dangerously” - ţví meginuppistađan er frásagnir ţátttakenda í uppreisnum okkar tíma, frá “Arabíska vorinu” til Occupy auk ţess stórhćttulega athćfis ađ vera virkur anarkisti í Ísrael. Ţegar ég skrifa uppreisn, á ég viđ uppreisn sem krefst frelsis frá kúgun. Ţađ eru margir hópar í uppreisn um allan heim, hafa alltaf veriđ og munu alltaf verđa, en af ţeim eru fleiri en ekki sem krefjast umsvifa til ađ kúga ađra, handhafar sannleikans, hópar sem vilja verđa hiđ nýja kúgandi ríki. Rolling Thunder fókuserar eđlilega ekki á ţessa uppreisnarhópa heldur uppreisnir sem anarkistar taka ţátt í og ýta undir.“

Sjá umfjöllun um 11. tölublađ bandaríska anarkistatímaritsins Rolling Thunder - An Anarchist Journal of Living Dangerously.

 

 

Bruni hjá AK Press 26. mars 2015 fim.


Mikill skađi varđ hjá hinni mikilvirku anarkistaútgáfu AK Press í San Francisco um daginn ţegar bruni í ađliggjandi byggingu olli skemmdum vegna elds, reyks og vatns.

Nú er crowdfunding í gangi fyrir hvern sem er til ađ styrkja útgáfuna, allt lítiđ er ţegiđ:

target=_new>http://www.akpress.org/fire-relief.html.


 

 

Fréttir 11 - 15 af 333
[Nýja og nýlegar fréttir] [Eldri fréttir]