Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Prolegomena
To a study of the return of the repressed in history.
Rebel Press (endurútgáfa) 1993

Þetta litla rit er samantekt á orðum anarkista héðan og þaðan úr sögunni. Vitnað er stuttlega í greinar, frásagnir og ræður sem hvetja til þess að almenningur rísi upp og taki í lurginn á þeim sem hafa líf þeirra og afkomu í hendi sér. Prolegomena var fyrst gefin út um 1969 í mjög takmörkuðu upplagi og anarkistinn og listamaðurinn Clifford Harper beit það í sig að koma ritinu aftur í útgáfu, í þetta sinn með skreytingum eftir sjálfan sig. Fyrir honum var ritið mikill innblástur á sínum tíma og í stuttum inngangi lýsir hann þessari bók sem uppáhalds anarkistabókinni sinni.

Það er gott og blessað en persónulega sé ég fátt í þessum tilvitnunum sem höfðar til mín. Það sem helst kemur í veg fyrir það er að svo margar þeirra eru æsingaskrif um að sprengja ríkt fólk í loft upp og skera valdamenn á háls. Það heillar mig ekki. Þessar tilvitnanir eiga samt rétt á sér miðað við að margar þeirra koma frá anarkistum sem voru að berjast í spænsku borgarastyrjöldinni þegar þeir settu penna á blað. Auðugir spánverjar vildu drepa þessa anarkista sem höfðu tekið hluta af Spáni og skipt landinu niður milli smábændanna og hástéttin hafði fasistaherinn með sér. Þessvegna skrifa anarkistar þess tíma um að sprengja og skjóta.

Inn á milli eru hógværari raddir og heimspekilegri eins og þegar vitnað er í Jean Genet frá París 1968 þar sem hann segir að "því miður haldi hann að við getum ekki unnið án svörtu og rauðu flagganna en þau verði að eyðileggja - eftirá." Ég skil þetta þannig að sú hugmyndafræði sem þessi flögg standa fyrir er kenning um byltingu en hugmyndafræði þeirra megi aldrei verða að ríkjandi stjórnmálaafli.

Skemmtileg þykja mér líka orð ónefnds gamals félaga í IWW (Industrial Workers of the World) sem segir: "Mig langar ekki að standa í neinni niðurrifsstarfsemi, mig langar bara til að eyðileggja kapitalisma."

- Sigurður Harðarson

Til baka í umfjallanir