Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

The Man who Planted Trees 
Jean Giono 
Chelsea Green  

The Man who Planted Trees er klassísk smásaga um Elzeard Bouffier, bónda sem einn sins liðs plantar trjám á stór landsvæði í suðurhluta Frakklands. Sögumaður er ungur náttúruunnandi sem á göngu um auðar heiðar rambar á bóndann þar sem hann dundar sér einn við að planta trjám. Sögumaður verður forvitinn og kemst í ágæt kynni við kallinn. Sér að hann býr einn með hund og sauðfjárhóp og lifir daga sína við að safna akörnum og sá þeim í land þar sem allur skógur hefur verið felldur. Líf hans er einfalt en markvisst eins og hann hafi verið skrifaður upp úr speki Laó-Tse. 

Kallinn dundar sér við þetta áratugum saman, ekki vex upp af öllu sem hann sáir en vegna þess hve eljusamur hann er rís skógur í hæðunum. Sögumaður fer burt og upplifir hrylling skotgrafanna í heimsstyrjöldinni fyrri. Eftir stríð kemur hann tilbaka og sér að kallinn hefur haldið áfram að planta ótruflaður af stríðinu. Hann sér að íbúar þorpanna í kring njóta þess að hafa náttúruna kringum sig, eru afslappaðri en áður, hann heyrir fólk ekki rífast heldur skemmta sér í því eðlilega umhverfi sem náttúrulegur vöxtur og náttúruleg form eru manneskjum. 

Frásagnarstíll bókarinnar er einfaldur og látlaus. Myndskreytingar eru fallegur viðarskurður. Skilaboðin eru þau að hver og einn getur tekið skref sem skipta máli í daglegu lífi sínu, til að vernda náttúruna og losna við að taka þátt í ruslframleiðslu neytendasamfélagsins. Þessi litla saga skapar friðsæla stund við lestur hennar og á eftir líður manni eins og eitthvað sem maður gerir skipti í raun máli. 

Sigurður Harðarson

Til baka í umfjallanir