Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Longing for Arcadia – Memoirs of an Anarcho-Cynicalist Anthropologist
Harold B. Barclay 
Trafford 2005

Anarkó-mannfræðiprófessornum Harold Barclay flaug í hug að skrifa endurminningar sínar, eins og hann tekur fram, meira svona til gamans og sem kveðja til vina og ættingja, en að honum finnist hann hafa svo miklu merkilegu frá að segja.  

Barclay segir hér frá ævilangri leit sinni að friði og frelsi í tilverunni. Eins og hjá mörgum öðrum sem lifa í þannig leit hefur hann verið eirðarlaus, farið víða til að læra, kenna og sjá nýja hluti. Meira að segja kom hann til Íslands fyrir rúmum þrjátíu árum og fannst það afar undarlegur þjóðflokkur sem þar bjó.

Barclay bjó í Egyptalandi og Súdan í þrjú ár þar sem hann kenndi og rannsakaði samfélög þarlendra. Hugur hans virðist alltaf hafa verið opinn fyrir nýjum hugmyndum og þar af leiðandi lendir hann oft í rimmum við kollega í bandarískum háskólum sem kenna vestræna menningu sem nafla alheimsins. Þar sem maðurinn er anarkisti hefst ströggl hans við sitt félagslega umhverfi strax í barnæsku þar sem hann elst upp hjá foreldrum með sterkari trú á eigin íhaldssemi en skynsemi barna sinna.  

Bókin er auðlesin og blátt áfram og kveikti í mér ferðabakteríuna þar sem Barclay og kona hans hafa verið ófeimin við að láta vaða í ferðalög um evrópu og miðausturlönd, einnig með börn sín ung. Frásögn Barclay af æviskeiði sínu er síðan brotin upp með hugleiðingum hans um anarkisma, heimspeki og mannfræði. Ég hló nokkrum sinnum upphátt þegar ég las um ferðalög fjölskyldunnar um Ísland og samskiptum við innfædda áður en eiginlegur túrismi varð blómstrandi iðnaður á eyjunni.

Sigurður Harðarson

Til baka í umfjallanir