Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

The Monkey Wrench Gang 
Höfundur: Edward Abbey 
Útgáfuár: 1975

The Monkey Wrench Gang hefur verið hampað sem skáldsögunni sem varð fyrstu meðlimum Earth First! innblástur til myndunar hópa sem nú er Earth First! hreyfingin og seinna Earth Liberation Front. Bókin segir frá fjórum afar ólíkum einstaklingum sem eiga einungis sameiginlega ást á villtu, opnu landi og djúpstæðu hatri á framfarahugmyndum iðnaðarmógúla sem leggja sig fram um að eyðileggja þá villtu náttúru sem þeim fjórum er svo kær. Þessir fjórir einstaklingar; flakkari, læknir og aðstoðarkona hans auk fyrrum hermanns, bindast tryggðarböndum og stofna hóp sem fremur stórtæk skemmdarverk á vinnuvélum verktaka, skógarhöggsmanna, þungaiðnaðar og vegagerðarhópa til að eyðileggja fyrir framsókn siðmenningarinnar inn í villta náttúruna.

Þegar við kynnumst einstaklingunum í byrjun bókarinnar nýta læknirinn og aðstoðarkona frístundir sínar í að breyta eða saga niður auglýsingaskilti þau sem einkenna bandaríska þjóðvegi. Í fjölmiðlum eru þau strax farin að skapa sér nafn. Á sama tíma eru hinir tveir að hrella vinnuflokka með skemmdarverkum.

Starfsemi þessa hóps - "the Monkey Wrench Gang" - er bein árás á þá grundvallarheimspeki vestrænnar siðmenningar, að maður og náttúra séu aðskilin fyrirbæri og það sé guðsgefin réttur mannkyns að ráðskast með og nýta í hagnaðarskyni öll náttúruleg fyrirbæri. Bókin er einnig skemmtileg kynning á þeirri "villutrú" að framfarir séu afar misskilin mýta innan siðmenningarinnar.

Edward Abbey skrifar þarna hnyttinn texta, þetta er fyrsta bókin sem ég les eftir hann en ég hef heyrt eða lesið að "Deseret Solitarire" hafi verið mörgum unnendum opinna náttúrusvæða mikill innblástur. Eftir hann liggja margar aðrar bækur sem eflaust er vert að kíkja eftir en nafn hans er hvað þekktast fyrir "Monkey Wrench Gang." Þeir karakterar sem Abbey skapar í bókinni eru sumir grófir, éta rautt kjöt, drekka bjór og fleygja tómu dósunum um allar jarðir og ganga þannig ekki vel um umhverfi sitt - þvert á þá áherslu sem flestir umhverfisverndarsinnar nútímans leggja á að lífsstíll sinn rími við hugmyndafræðina.Hinsvegar verður þeim vel ágengt í skæruliðastarfsemi sinni og í bókinni er víða að finna nákvæmar lýsingar á glaðhlakklegri eyðileggingarstarfsemi. Verkefnin sem þau takast á við verða stöðugt stærri og samhliða því lenda þau oftar í samstuði við lögreglu og öryggisverði.

Mér fannst ég vera nokkra kafla að átta mig á orðanotkun og slangri Abbey´s en eftir því sem leið á söguna varð ég tengdari karakterunum, ástum þeirra og tíðri innri baráttu, þegar þau efast um gildi og réttmæti aðgerða sinna, óttast um eigið öryggi og framtíð og deila um hvernig sé rétt að standa að starfseminni. Ég átti einnig erfitt með að leggja bókina frá mér stundum þegar veruleikinn barði að dyrum því lýsingarnar á flótta þeirra undan yfirvaldinu eru æsispennandi. Við lok bókarinnar eru aðstæður þeirra breyttar eftir bardaga og dómsmál, en þau hvergi af baki dottin og farið að verða vart ruðningsáhrifa af aðgerðum þeirra. Mér fannst ég vera nokkra kafla að átta mig á orðanotkun og slangri Abbey´s en eftir því sem leið á söguna varð ég tengdari karakterunum, ástum þeirra og tíðri innri baráttu, þegar þau efast um gildi og réttmæti aðgerða sinna, óttast um eigið öryggi og framtíð og deila um hvernig sé rétt að standa að starfseminni. Ég átti einnig erfitt með að leggja bókina frá mér stundum þegar veruleikinn barði að dyrum því lýsingarnar á flótta þeirra undan yfirvaldinu eru æsispennandi. Við lok bókarinnar eru aðstæður þeirra breyttar eftir bardaga og dómsmál, en þau hvergi af baki dottin og farið að verða vart ruðningsáhrifa af aðgerðum þeirra.

Sigurður Harðarson

Til baka í umfjallanir