Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Draumalandiðsjálfshjálparbók handa hræddri þjóð

Andri Snær Magnason 

Ég hef verið reyna skilja hvað það er sem drífur áfram þá stjórnmálamenn og stjórnarformenn orkufyrirtækja sem vilja drífa í gera samninga við fjölþjóðleg stóriðjufyrirtæki, óháð afleiðingunum. Það er vitað arðsemi er ekki svo mikil, eyðilegging og mengun er mikil, rökin um sköpun starfa þunn, orkan ekki græn og rökin um framtíð álmarkaður einungis fengin frá álframleiðendum. Hlutlaus er ég ekki og örugglega fordómafullur auki en ég les allt sem ég rekst á um virkjanamál, báðar hliðar, bæði frá atvinnumeðmælendum og mótmælendum. Ég er farinn leita dýpra og lesa meira því ég vil skilja þetta. Ég veit (paranoia mín segir svo) bakvið allar fréttatilkynningar og auglýsingar orkufyrirtækjanna býr eitthvað meira, sama á við um hvaðeina sem framabrautarfólkið í stjórnmálum samtímans segir í fjölmiðlum. Það er ekkert hlutverk þeirra þjóna hagsmunum fólksins í landinu, þau halda það kannski meðan þau leitast við setja lög og brjóta lög til hagræða fyrir stóran rekstur því þeim var kennt hagkerfi í þenslu er gott hagkerfi. Stöður þeirra voru einhvern tímann skipaðar til þjóna samfélaginu en í dag eru þær stöður hluti af framabraut félagsmálafríka sem vita jafn mikið og þau geta lesið sér til um vistkerfi, hagkerfi, mengun, hagvöxt, rekstur og samfélag. Svona rétt eins og ég.  

Þegar skáld gerast rannsóknarblaðamenn er gaman lesa. Eins og mér fannst Andra Snæ fannst þetta skrítið allt saman og fór kafa dýpra. Hann fór lesa meira, sjá hvað bjó baki orðaskrúð almennatengslafulltrúanna og ímynd fyrirtækjanna. Þannig varð þessi bók til. Andri rekur ástæður þess íslendingar eru ekki í tengslum við eigið land. Síðasta kynslóð nær öll úr sveit og sjómennsku, næsta í þjónustustörfum. Hann rekur hvernig rök virkjanasinna hafa einkennst af þessari firringu og hversu fáránlegur málflutningur þeirra hefur á stundum verið þegar látið er eins og ef ekki verði virkjað hið snarasta og í sem mestu magni úti um íslenska þjóð. Hann rekur sögu stuðorða eins ogmikilvægi hagvaxtar” í gegnum áróðursstríð orkuiðnaðarins í óþarfri baráttu fyrir eigin tilvist. Það er eins og atvinnumeðmælendur horfi á heiminn gegnum rör og neiti skilja til eru fleiri sjónarhorn og það versta er þetta er fólk með völd

Ég varð ennþá reiðari við lesa Draumalandið. Ég varð sannfærðari um það verður berjast af hörku gegn ákvörðunum og framkvæmdum þeirra sem vilja efla veg stóriðju á landinu. Þetta kemur ekki til með reddast á nokkurn hátt, ekki með kosningum eða hugarfarsbreytingu eða hægt humma það fram af sér þangað til Hellisheiði er orðin iðnaðarhverfi, Þjórárver komin undir vatn og Landmannalaugar virkjaðar.  

Þessvegna er þetta sjálfshjálparbók. Hún hjálpar mér fletta hulunni ofan af áróðursstríðinu (sem greitt er fyrir með þeim skattpeningum sem stór hluti af lífi mínu fer í skapa) og skilja það verður enginn annar sem tekur sér berjast gegn þessu. Ég verð vera einn af þeim

Sigurður Harðarson 

 

Til baka í umfjallanir