Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

AÐ VERA EÐA SÝNAST

Hörður Bergmann

Skrudda 2007

 

Hér er komin nett tilraun til kennslubókar í gagnrýninni hugsun.  Bókinni er skipt í tvo hluta; þann fyrri kallar höfundur "tilbúninginn," og þann seinni "veruleikann." Markmið höfundar með útgáfunni er "hjálpa lesendum átta sig á því hvað skal hafa fyrir satt" (úr formála).

 

Hörður skrifar í stuttum köflum um stjórnmál, markað og stýringu einhverju leyti útfrá kenningum Guy Debord og Baudrillard um samfélag sjónarspilsins og hvernig ekkert verður raunverulegt lengur því allt er sjónleikur, með skírskotun í gömlu söguna um skrautklædda keisarann sem einungis barnið sér er ekki í neinu.

Það er einmitt það sem er : Framabrautir stjórnmálanna og hið endalaust aðdáunarverða ríkidæmi sem markaðssetningin færir er sjónleikur sem byggir ekki á neinu raunverulegu eða raunverulega eftirsóknarverðu. Þegar upp er staðið eru fjölmiðlafígúrurnar ekkert merkilegri en nágranninn og peningurinn pappír eða ekki einusinni það heldur tölur á skjá. Hver einasti maður sem heldur sig í sjónarspili stjórnmála og/eða fjölmiðla er sýnast í stað þess vera, þetta á líka við um þá sem í raun vilja meina það sem þeir segja ... ímyndin skiptir miklu meira máli og þeir verða því sýnast til vera eitthvað í sjónleiknum.

 

Hörður kemur inn á flest af því sem siðmenning þessa menningarhóps byggist á, menntun, lýðræði, fjölmiðlun, markað og stjórnmál, og dregur fram hversu grunnt þessi fyrirbæri rista á ímynduðum skala yfir merkingu. Hann reynir þó ekki (sem betur fer) kafa jafn djúpt í þetta fen og Debord eða Baudrillard og bókin er því á skiljanlegu máli. Um leið dettur manni í hug þessi bók hans jafn lítil, auðlesin og nett einungis af því henni er ætlað til einhverra af þeim fjölda sem viðfangsefni hennar blekkja dags daglega. 

 

Seinni hluti bókarinnar, þar sem Hörður leitast við kenna leiðir til gagnrýninnar skoðunar á daglega lífinu, er þurr lesning. Mér finnst ég ómögulega þurfa læra horfa gagnrýnum augum á sjónvarpsfréttir því lífinu hlýtur vera betur varið gera hvaðeina annað en horfa á sjónvarpdagskrá yfirhöfuð. Hörður hvetur fólki ekki til hreinlega GERA eitthvað sem skiptir persónulega máli, GERA eitthvað til þess lifa eigin lífi óháð/ur þeim sem vinna hörðum höndum því selja okkur öllum sjónarspilið um tilveruna.

 

Þannig í staðinn fyrir lesa þessa bók mæli ég með því einstaklingurinn setji á blað sínar EIGIN hugmyndir um lífið og hvernig hægt væri lifa því utan við sjónarspilið. En öðru leyti er hún holl lesning, þó ekki væri nema til þess hjálpa fólki af stað til þess átta sig á hversu grunnt gildi siðmenningarinnar rista í heild sinni.

 

Sigurður Harðarson

Til baka í umfjallanir