Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Rebel Alliances – the means and ends of contemporary British anarchisms

Benjamin Franks

AKPress og Dark Star 2006

 

Þessi bók er þó nokkur doðrantur sem fer yfir sögu, heimspeki, aktivisma, skipulag og stjórnmál bresku anarkistarhreyfingarinnar eins og hún er í dag. 

 

Bókin skiptist í fimm aðalkafla: Sögu anarkisma í bretlandi, viðmið anarkista, hvað drífur anarkista áfram, skipulag þeirra og taktík. Innan hvers kafla eru síðan fjölmargir undirkaflar.

 

Ég las þessa bók í nokkrum áföngum (það er oft þannig með þykkar bækur, sama hversu spennandi efnið er, þegar svo margar aðrar bækur kalla á bókaorminn). Sagnfræðikaflinn er skemmtilegur, kafla tvö og þrjú tengdi ég ekki alltaf við, fannst höfundur oft á tíðum fara of djúpt í að skýra greinarmun á meiningum eins anarkistaspekings miðað við annan þegar umræðan, eins og t.d. stéttarmunur, höfðaði ekki til mín í upphafi. Enda stéttarmunur mun óskýrari í mínu litla samfélagi en í Englandi. Þar af leiðandi stóð ég mig stundum að því að hoppa yfir hálfa og hálfa blaðsíðu í kafla þrjú. Umræðan um Beinar Aðgerðir vs. Lýðræði í kafla tvö var mér innblástur og pólitískur hugur minn blómstraði þegar Franks fór yfir ýmiskonar skipulag anarkista og aðferðir við framkvæmd aðgerða í kafla fjögur og fimm.

Ég ætla alls ekki að renna neitt yfir allt það sem Franks kemur inn á í bók sinni en a.m.k. kynnir hann við hvern flokk, hvort sem um er að ræða skemmdarverk eða verkföll sem verkfæri verkafólks eða  kommúnur eða boycott sem beina aðgerð, gagnrýni úr nokkrum áttum og setur síðan fram eigin gagnrýni á sama efni. Gagrýnin er auðvitað frá annaðhvort öðrum anarkistum eða vinstri mönnum enda snýst efnið um starfsemi innan anarkistahreyfingarinnar á Englandi. Þessi framsetning opnar á nokkur sjónarhorn sem gerir lesturinn áhugaverðari en annars og er auðvitað nauðsynlegt fyrir umræðuna.

Þessi bók mun nýtast mér og fleirum sem uppflettirit í um ókomna tíð.

 

Sh jan 09

 

Til baka í umfjallanir