Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

The Last Capitalist: A Dream of a New Utopia eftir Steve Cullen

 

Sögusviðið er Atopia, anarkísk útópía, risinn upp úr ösku hins hrunda Bretlands eftir kapítalisminn hefur gengið af því dauðu. Gervalt Bretland er orðið mörgum mismunandi reknum anarkískum kommúnum, haldið gangandi af íbúm svæðanna með samvinnumiðstöðvum.

 

Sögumaðurinn er Anne Riordan. Ungur kvenmaður með gífurlegan áhuga á fornri menningu. Eitt af uppáhaldsefnum hennar frá 20. öldinni eru spæjarasögur, og hún álítur sjálfa sig vera einn slíkan í eilífri leit sinni fornmunum fyrir fornminjasafnið í samfélagi hennar.

En einn daginn fær hún skyndilega alvöru verkefni á borð sitt.

Orðrómar eru á kreiki um kapítalisti á ferð um Atópíu, maður berandi boðskap gróða, hagvaxtar og eignarhyggju. Anne fær það verkefni finna hann og komast því hver hann og hvað hann vilji.

Við fylgjum Anne á ferðum (og daðri) hennar víðs vegar um Atópíu í leit hennar : Síðasta Kapítalistanum.

 

ætla ég vera gjafmildur.

Bókin er sæmileg afþreying, fljótlesið léttmeti. Útópíu-sögusviðið er aðeins of fullkomið til maður geti ímyndað sér hliðstæðu í raunveruleikanum...en það er samt ljúft láta hrífa sig með og hugsahvað ef þetta væri hægt...” Mörgum gremjast útópíu-pælingar og dæma þær bláeygar og barnalegar, og slíkum mæli ég frá bókinni.

 

En ég vil taka þann pólinn í hæðina, líkt og ég hef heyrt frá búddistum víðs vegar, þegar hugsun og hugmynd er send út, þá byrjar hún taka sér form í raunveruleikanum, og ef nógu margir einblína á hana þá á hún möguleika á tilvist, annars ekki. Og því eru skrif sem þessi nauðsynleg, ef ekki er til annars en senda þessa hugmynd um sjálfrekið jafningjasamfélag, anarkistasamfélag, á hærra plan og nær raunveruleikanum.

 

Ekki fyrir svartsýna, en góð bók fyrir fólkið sem getur ímyndað sér það sem John Lennon biður um í Imagine.

 

au

Til baka í umfjallanir