Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

The Anarchist Past and Other Essays 

Nicolas Walter (ritstj. David Goodway

2007 

Nicolas Walter ætti  vera flestum íslenskum anarkistum kunnur en hann skrifaði bókina Um Anarkisma sem kom út í listagóðri þýðingu Sigurðar Harðarsonar fyrir nokkrum árum og var fyrsta útgefna bók Andspyrnu og er eitthvert albesta inngangsrit anarkisma sem fyrirfinnst.

Walter var fæddur í London árið 1934, lærði nútímasögu við  Oxford háskóla og, líkt og svo margir aðrir, þróaðist pólitískt í átt til anarkismans í gegnum þátttöku sína í hófstilltari vinstri hreyfingum, þ.á.m. hinni víðfrægu CND (Campaign for Nuclear Disarmament) og hinu Nýja Vinstri á 6. og 7. áratugnum. Hann starfaði lengst af innan blaðaútgáfugeirans og var t.d. aðstoðarritstjóri Times Literary Supplement um tíma. Hann var töluvert heftur í skrifum sínum af einstakri fullkomnunaráráttu og áherslu á smáatriði sem gerði það verkum útgefin verk hans eru mun færri en þau hefðu hæglega getað verið, sem er synd því hann var einstaklega góður penni og hafði yfirgripsmikla þekkingu og yfirsýn auk þess sem nálgun hans á menn og málefni er yfirveguð og raunsæ. Honum tókst þó koma frá sér nokkrum verkum og ritstýrði auk þess útgáfu á nokkrum verkum sem stefndu í glatkistuna. Auk fyrrnefndrar bókar, Um Anarkisma, nefna eftir hann verk eins og Humanism: What’s in the Word og Non-Violent Resistance: Men Against War. Einnig ritstýrði hann og skrifaði inngang endurútgáfum af ýmsum verkum líkt og An Anti-Statist Communist Manifesto eftir Joseph Lane og Dialogue Between A Priest and a Dying Man eftir Marquis de Sade. Hann batt enda á líf sitt í mars árið 2000 eftir hafa verið greindur dauðvona af krabbameini.

Þessi bók er einstaklega ánægjuleg viðbót við útgefin verk Nicolas Walter og er vel ritstýrt af David Goodway, sem skrifar einnig fróðleiksfullan og skemmtilegan inngang sem segir frá lífi og störfum Walters. Bókin samanstendur af frekar stuttum greinum og ritdómum sem Walter skrifaði í ýmis anarkistarit, fyrst og fremst blaðið Freedom og tímaritin Anarchy og The Raven. Einnig er hér finna inngangskafla hans úr nokkrum af þeim bókum er hann ritstýrði. Eins og nafnið á bókinni gefur til kynna er hér fyrst og fremst fjallað um sögu anarkismans. Hér lesa um þekkta menn eins og Godwin og Kropotkin en einnig um lítt þekktara fólk eins og Joseph Lane og Lilian Wolfe (minningargrein Walters um hana úr blaðinu Freedom árið 1974 er einstök áminning um saga anarkismans samanstendur ekki bara af hugmyndum stórra hugsuða heldur striti og sjálfsfórn alls þess óþekkta fólks sem starfar áratug eftir áratug í þágu málstaðarins með því sinna hinum nauðsynlegu en minna “spectacular” störfum eins og sjá um fjárhag blaðaútgáfunnar eða reka bókabúðina eða einfaldlega skipuleggja og taka þátt í mótmælum, aðgerðum og baráttuherferðum). Hér líka finna greinar um stóra atburði í sögu anarkismans: uppreisnina í Kronstadt 1921, Parísarkommúnuna 1871 og jafnvel um frum-anarkisma í bandaríska frelsisstríðinu 1776.

Þessi umfjöllunarefni eru í mörgum tilfellum efni sem nóg er fjallað um annarstaðar og óþarfi leita uppi þessa litlu bók til fræðast um þau. En kosturinn við bókina er nálgun Walters. Ég nefndi áðan áherslu Walters á smáatriði, sumir myndu jafnvel kalla það smámunasemi, en nákvæmni hans er einmitt höfuðkosturinn við bókina. Walter er einstaklega fær í draga saman helstu atriði flókinnar atburðarásar eða hugmynda, setja þau í samhengi og rekja hinar ýmsustu rangfærslur í skrifum annarra um þau. Þannig eru umfjallanir hans um ýmsar bækur góð og fræðandi viðbót við bækurnar sjálfar. 34 blaðsíðna ritdómur hans um bókina The Slow Burning Fuse: The Lost History of the British Anarchists er t.d. uppfullur af fróðleik sem ekki er í bókinni. Inngangsgreinar hans ritum sem hann hefur ritstýrt endurútgáfu á, sem dæmi nefna The Paris Commune and the Idea of the State eftir Bakunin, bætir ekki bara við töluverðum fróðleik um skrif Bakunins heldur setur þau í samhengi við atburðina sem hann skrifar um, baráttuna innan Fyrsta Alþjóðasambandsins milli Marxista og Bakuninista og bætir við sögulegri þekkingu seinni tíma á atburðunum. Það sama segja um umfjöllun hans um endurútgáfu á endurminningum Kropotkins (sem til eru á íslensku með nafninu Krapotkin FurstiSjálfsæfisaga) en hún segir ekki bara frá öllu því sem Kropotkin talar ekki um í bók sinni, þ.e. lífi hans eftir aldamótin 1900 og þau deilumál innan hreyfingarinnar sem Kropotkin átti þátt í en skautar fram hjá í bók sinni, heldur einnig frá því merkilega ferli sem bækur fara í gegnum þegar þær eru gefnar út og svo endurútgefnar í óteljandi útgáfum  á ýmsum málum í ýmsum löndum og þeim breytingum sem þá geta orðið á textanum.

Bókin er þó ekki bara samansafn ritdóma, jafnvel þó það   umgjörð margra greinanna. Walter skrifar ítarlega og af skarpskyggni og raunsæi um hugmyndir, menn og málefni. Þannig rekur hann þær hugmyndir Godwins sem hægt er kalla anarkískar og setur þær í samhengi samtíma Godwins og veltir fyrir sér hvort hægt flokka Godwin með anarkistum. Einnig eru hér greinar um anarkisma og stéttabaráttuna, ofbeldi og lýðræði. Þess fyrir utan er ein allra skemmtilegasta greinin í bókinni alls ekki um anarkisma sem slíkan heldur um Sade margreifa, sem orðið sadismi er kennt við, og skoðanir hans og þátt hans í sögunni og kalla eins konar endurheimt á þeim manni og hugmyndum hans því hann var langt því frá djöfull sem nútímanotkun nafns hans gæti gefið til kynnaþað minnsta meðal forpokaðra marxista og annarra íhaldsmanna).

Það er í raun ekki hægt gagnrýna neitt við þessa bók nema einhver smáatriði sem engu máli skipta, eins og það er eitthvað uppröðunarrugl í þeim örfáu eftirmálsgreinum sem á annað borð eru) og bókin mætti vera lengri og innihalda skrif af breiðari vettvangi en einungis úr blöðum anarkista. Skemmtilegt hefði verið hafa vel valin sýnishorn úr ítarlegu bréfasafni Walters. En þetta eru aukaatriði. Bókin er í alla staði læsileg, fræðandi og skemmtileg. Stíll Walters er beinskeittur og skemmtilegur, ekki umvafinn snobbuðu menntamáli og röksemdafærsla og nálgun Walters raunsæ en róttæk, hófsöm en í alla staði anarkísk. Meira er ekki hægt biðja um.  

Vilhelm Vilhelmsson

 

Til baka í umfjallanir