Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Incognito – Experiences that defy identification

Elephant Editions 3008

www.elephanteditions.org

Þessi litla bók er safn hugleiðinga og frásagna einstaklinga sem, tímabundið eða til lengri tíma, hafa þurft að lifa neðanjarðar, þ.e. þurft að lifa algerlega fyrir utan eða neðan radar hins opinbera. Sumir eru anarkistar, það róttækir að lögreglan var á höttunum eftir þeim, ryðst inn á heimili til húsleitar og angrar þau almennt, og aðrir flóttamenn úr eigin landi sem breyttust í ólöglega innflytjendur. Upphaflega kom þetta hefti út á ítölsku árið 2003 og sögurnar miðast við Ítalíu.

Ein af byltingarsinnunum sem ákveður að byrja að fara huldu höfði á lítið barn og unnusta. Hún lýsir hvernig þessi lífsstíll hindrar félagsleg samskipti þar sem hún vill ekki setja vini sína og ættingja í hættu. Það slitnar upp úr ástarsambandinu en einusinni neyðist hún til að skilja barn sitt eftir tímabundið meðan hún fer yfir landamæri.  Annar sem segir sína sögu lýsir hvernig hann leitaðist við að viðhalda pólitískum aktivisma sínum meðan hann fór huldu höfði. Stundum án þess að hafa höfði að halla og þar sem flóttann bar mjög skyndilega að, svaf hann í næturlestum fyrstu dagana.

Þessum pólítísku aktivistum virðist almennt bera saman um að í raun hafi þau aldrei verið frjálsari en eftir að þau höfðu lært að lifa á þennan hátt, án allrar opinberrar skráningar eða eftirlits.  

Sama er ekki hægt að segja um Algeríumanninn sem flýr heimaland sitt vegna hryðjuverka ofstækismanna og valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Hann er ólöglegur flóttamaður í Ítalíu, hefur þá engin almenn mannréttindi og það sem honum finnst einna verst – það er engin virðing borin fyrir honum sem manneskju (nema af þeim örfáu sem rétta honum hjálparhönd). Hann og félagar hans fá illa launaða skítavinnu og þak yfir höfuðið en geta ekki farið út á meðal almennings. Auk þess eru þeir mállausir. Aðstæðurnar eru hrikalega krefjandi andlega og valda erfiðleikum milli félaganna. Hann laumast tímabundið til Frakklands þar sem hann á ættingja en persónulegt stolt kemur í veg fyrir að hann geti lýst aðstæðum sínum fyrir öðrum Algeríumönnum og þeir unnið saman að því að bæta aðstæður sínar. Allt fer þetta þó vel á endanum en það er margra ára ferli fyrir hann að verða sæmilega löglegur í ítalíu. Þessi frásögn fannst mér einna fróðlegust því fréttir af skálmöldinni í Algeríu frá því fyrir nokkrum árum er mér enn í fersku minni án þess að ég skildi út á hvað hún gekk.

Sumir stuttir kaflar  í Incognito eru hugleiðingar útfrá viðfangsefninu. Ein þeirra áberandi þreytandi (ljóðrænan hefur kannski ekki skilað sér í þýðingu) en önnur, frá manni sem segir frá því að komast af einn í villtri náttúru er djúp og einnig skemmtileg  eins og hann lýsir – „Ég upplifði mín nánustu tengsl við heimspekikenningar, nóttina sem ég þurfti að nota bók eftir Hegel til að kveikja eld.“

Allir kaflarnir eru nafnlausir.

sh   

 

Til baka í umfjallanir