Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Bryndís Björgvinsdóttir

Ég Hata Alla!

Bók 1 í smábókaflokki Nýhils

 

Til að skrifa ljóð þarf ekki að liggja yfir röðun orðanna. Bryndís skemmtir sér og mér við að hakka í sig ýmis norm kapítalistasamfélagsins. M.a. netsamskiptin sem stjórna lífi margra einstaklinga ("Dagbók á barnalandi, umræður á Barnalandi"), einnig markaðshyggju ("Bíb, bíb, bíb" segir fjarðarkaup, jáh, jáh, jáh!" svara frúr") og þá ímyndasköpun sem henni fylgir ("Í mars 2008 rak banki 14 eldri konur úr starfi til að ráða nýrri konur, Bankinn kallar aðgerðina ímyndarsköpun, ímyndarsköpun er þegar sköp eru sett í mynd") og umfjöllun netmiðla um norm viðskiptaheimsins ("Litla gula hænan tekur skortstöðu í brauði") svo að undirritaður lauk lestrinum með bros á vör og söng í hjarta yfir þessu yndislega drulli yfir steingelda siðmenningu. Bryndís hittir naglann á höfuðið hvað varðar massageðklofa siðmenningarinnar því eins og allir vita eru „framfarir tómt hugtak sem býður mönnum og konum ímyndaða uppbót í formi hefndar í framtíðinni vegna þeirrar niðurlægingar sem þau þurfa að upplifa í daglega lífinu“ (Stewart Home).

sh

 

Til baka í umfjallanir