Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Ingólfur Gíslason

Það sem mér finnst helst að heiminum...

Bók 3 í smábókaflokki Nýhils

Smábók Ingólfs Gíslasonar er prósaljóð sem veltir fyrir sér stöðu hins réttsýna manns horfandi á heiminn gegnum fréttamiðla, sem þrífast á markaðssetningu slæmra og vondra frétta, og lifir jafnframt innan valdapýramída sem fúnkera á viðhaldi óþverrans. Hans eigin siðmenning (sem teygir anga sína um megnið af heimi manna) er ófær um að takast á við eigin eymd; „sá frægan fyrirlestur á netinu ... hann talaði mikið að hann væri að fara að deyja úr krabbameini, en hann talaði ekki um dauðann, hann talaði um persónulega þroska og dýrmæti tímans ... ekkert um þau sem engan tíma til að hugsa ... og ansi margir eru bara ekki nógu verðmætir til að vera annars staðar en á götunni eða í fangelsi" (fangelsi er líka eini rétti staðurinn fyrir réttlátan mann skv. thoreau).

Hvað getur hinn réttláti maður gert spyr Ingólfur. „Ljóð láta ekkert gerast“ en samt hafa verið skáld sem útsendarar valdapýramídanna myrða. Ingólfur fer ekki fram á annað en að fólk læri að hata kapítalisma. Þar er jafnframt of mikils krafist fyrir margan manninn sem segir ekki annað en „bara ef við hefðum betri ráðamenn,“ jafngildir það fjarvistarsönnun? Er það kannski ekki einungis máttleysi almennings í lýðræðisríki sem gerir það að verkum að stríð fær að þrífast? „Og hvað höfum við gert? Allt sem við máttum. Allt sem við vissum að myndi ekki breyta neinu. Ég er þreyttur á ræðum og ritum sem segja stríð er helvíti en einhver verður að gera eitthvað.“

„Það er endalaus eftirspurn eftir dauða, og þar sem er eftirspurn er framboð. Stríð gefur okkur tilgang í lífinu.“ Spurðu guð biblíunnar. „Mig langar að útrýma öllum djöflum jarðar í eitt skipti fyrir öll. En hvað með djöfulinn í sjálfum mér?“ Spyr Ingólfur. „Stríð er fíkniefni segir Chris Hedges stríðsblaðamaður ...“

Ingólfur vitnar í ýmsa heimspekinga og aðra sjálfskipaða spekinga. Þær tilvitnanir verða snyrtilega hluti af hans eigin hugleiðingum, stundum eins og hann sé að benda á að margir hafi spurt þessara spurninga áður, í öðrum tilfellum er hann að benda á fávisku og firringu háttsettra aðila, þeirra eigin orð dæma sig sjálf.

Hugvekjandi blanda af ljóðrænni existentíalískri heimspeki og gagnrýninni umræðu um ábyrgð valdamanna og almennings gagnvart þeim sem verða fórnarlömb í velmegunarpólitík og styrjöldum þessa heims.

sh

 

Til baka í umfjallanir