Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Usli:Kennslubók

Dr. Usli

Bók 4 í smábókaflokki Nýhils

 

Kennslubók Dr.Usla tekur fyrir karlrembu og kennslubækur í mannlegri hegðun. Hún er skemmtilega undarleg afskræming á leiðbeiningabókum fyrir unglinga um veröld hinna fullorðnu og milli blaðsíðna stekkur hún yfir í orðklippingaljóð um ríðingar og myndaljóð um stöðu konunnar í karlrembusamfélagi – „móðir, meyja, hóra“ – Einna skemmtilegust finnst mér myndin af konunni sem er að halda fræðilegan fyrirlestur um stöðu konunnar en í huga hennar er hugsunin „djöfull er ég gröð.“ Sú félagslega staðreynd að þessi kona getur ekki á sama tíma verið fræðakona og um leið kona sem verður gröð, segir pervertískt margt um þau félagslegu hlutverk sem henni bjóðast. Einhver myndi kalla það „almenna siðferðisvitund“ en ég frábið mér að náttúruleg hegðun mín eða annara sé skilyrt á þann hátt. (Þetta minnir mig annars á gamlan brandara; “Kalli minn, ég veit ég sagði að sjálfsfróun væri eðlileg en ekki á svölunum í þjóðleikhúsinu.“)

Lítil bók sem er stórt fokkjú til þeirra afla sem leitast við að móta manneskjur og láta hegða sér eftir stöðluðum formum.  Dr.usla er of stutt. Kannski vantaði bút um stöðu djammkonunnar gagnvart skóframleiðendum en við djúplestur kemur í ljós að Dr.Usli segir allt sem segja þarf í feminískri gagnrýni því staðlar hinna vondu kvenhæla standa þegar í  þeim kennslubókum um kynhegðun kvenna sem Dr.Usli tætir í sig.

Sh

 

Til baka í umfjallanir