Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Anarchy - A Graphic Guide
Clifford Harper


Eins og nafnið gefur til kynna er Anarchy- A Graphic Guide, eftir Clifford Harper sem er öflugur, breskur anarkisti, einfaldlega góð leiðsögubók um anarkisma. Í stuttu máli sagt er bókin um sögu anarkisma og anarkista og sýnir hún manni fram á nýjar hliðar á heimsþekktum atburðum svo sem frönsku borgarastyrjöldinni. Hún rekur sögu anarkista alveg frá stofnun Free Spirit samtakanna árið 1200 og til pönkara 20. aldarinnar. 

Ásamt því að fjalla um margskonar samtök og hreyfingar sem sprottið hafa upp undir formerkjum anarkisma seinustu aldir, gerir bókin grein fyrir mörgum af “helstu kenningasmiðum” anarkisma, svo sem Peter Kropokin, Mikhail Bakunin og Pierre-Joseph Proudhon. Í þessum köflum gerir höfundurinn grein fyrir þeim, hverjum og einum, og sýnir fram á hvaða áhrif þessir menn hafa haft á þróun anarkisma. 

A Graphic Guide er skemmtilega sett upp, mikið myndskreytt og bara yfirhöfuð þægileg þar sem hún er bæði einföld og nákvæm. Höfundur bókarinnar, Clifford Harper, birtir ekki í bókinni sínar eigin skoðanir og telst það í þetta skiptið kostur þar sem bókin er yfirferð yfir sögu anarkismans en ekki gagnrýni á mismunandi skoðanir manna. Anarchy-A Graphic Guide er tvímælalaust snilldarlesning fyrir alla sem einhvern áhuga hafa á því að kynna sér sögu anarkista, ekki sýst fyrir þá sem lítið hafa kynnt sér þessi mál. 

- Árni

Til baka í umfjallanir