Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

The Assault on Culture

Utopian Currents from Lettrisme to Class War

Stewart Home

AKPress 1991

Svipað og skyndiyfirferðir Tom Vague um borgarskæruliða evópu í „Anarchy in the UK“ og „Televisionaries“ er „Assault on Culture“ skyndimyndir af nokkrum róttækum lista- og stjórnmálahópum og hreyfingum í evrópu. Eins konar hraðlestursbók fyrir róttæklinga sem vilja kynna sér hluta af sögu róttækra hugmynda. Mjög hentugt því útfrá bókum í þessum stíl getur fólk áttað sig á hvort það vill kynna sér einhverja hluta hennar betur, til þess eru ítarlegri bókalistar í bókarlok. Vegna aldurs bókarinnar er viðbúið að þann lista sé hægt að uppfæra.

Stewart Home er sjálfur listaprakkari og rennir hérna yfir ágrip af sögu listamanna sem, útfrá súrrealistunum og eftir þá, mynduðu hópa og lögðu sig eftir að brjóta upp viðurkenndar venjur í listsköpun og framsetningu. Þessir hópar tengdust stjórnmálum mismikið og á mismunandi vegu. Sumir voru óbeint pólitískir listamenn meðan aðrir voru pólitískir róttæklingar sem áttu við listir eða er í dag frekar minnst fyrir pólitískan aktivisma en listsköpun. COBRA áttu rætur sínar í súrrealistunum, COBRA hópurinn var stofnaður af Christin Dotremont  um 1926, en leiðir skildu með súrrealistum Breton vegna mismunandi áherslna þar sem Dotremont var kommúnisti en Breton að grúska í göldrum þegar þeir kynntust.

The Lettriste Movement, sem seinna Lettriste International varð til úr, beitti ýmsum listrænum uppákomum til að ráðast á hefðbundnar listir. Fyrsta verk þeirra var að ryðjast inn á fyrirlestur um dada til að stofnandi Lettriste, rúmeninn Isodore Isou, gæti lesið eigið ljóð. Meðlimir gerði kvikmyndir og gáfu út pólitísk rit. Lettriste International (1952-1957) setti fram ýmsar greiningar á dauðyflishætti samtímasamfélagsins sem Sitationistarnir þróuðu enn frekar og dreifðu víða í tímaritum og bókum auk kvikmynda.

Fluxus hópurinn var stofnaður af John Cage. Listafólk sem þar kom að málum gekk lengra í að brjóta upp tónlist og hafði í frammi ýmsa gjörninga og uppákomur sem oft beindust að því að brjóta upp daglegt líf fólks. Eða Non-Art. Skemmdarverk sem beindust að almenningsþjónustu þannig að fólk kæmist ekki til vinnu voru plönuð en ekki alltaf vel útfærð. Einnig plott um um kæfa póstberakerfið með því að póstleggja urmul af múrsteinum til stofnana en siðferðilega hliðin var umdeild innan hópsins.

Eyðilegging á list var eitt en eyðileggingarlist var annað og Gustav Metzger og hans hugmyndir um auto-destructive art komu upp um 1965. Metzger setti fram mikið af plönum af list sem væri þannig útfærð að hún eyðilegði sjálfa sig á einhverjum tíma. Sum þessara plana óframkvæmanleg vegna umfangs og kostnaðar.

Uppúr þessu kemur bókin inn á hollenska provo anarkistahópinn sem stóð fyrir félagslegum tilraunum eins og að dreifa ókeypis reiðhjólum um alla Amsterdam og óeirðum við krýningu drottningarinnar. Mail Art eða póstlist varð mjög útbreitt fyrirbæri þar sem listin var póstlögð um allan heim. Þetta heyrir líka undir non-art. Neoisminn tók hetjuímynd tónlistamannsins með því að búa til tónlistarmanninn Montsy Cantsins sem var nafn sem allir máttu koma fram undir og gefa út undir. Á tímabili var fjöldi tónleika með listamanninum og allt mismunandi einstaklingar sem komu fram. Eftir þetta kom pönkið upp án þess að hafa hugmynd um allt það sem á undan var gengið, krakkarnir voru bara búin að fá nóg og vildu hafa hátt. Anarkistahópurinn Class War sótti marga af sínum fylgjendum í anarkó-pönkið og stóð fyrir kjaftforum uppákomum sem lofuðu stjaksetningu allrar bresku elítunnar sem á tímabili varð mjög vinsælt en lögreglan brást hart við.

Í gegnum allar skyndimyndirnar er áberandi hve listamannahóparnir loguðu í illdeilum og egóisma enda listamenn vandfundnir sem ekki eru sérvitringar. Af deilum þessum leiddi alla afleiddu hópana sem fóru að vinna frekar í þróun eigin listar og eigin kenninga og sem betur fer því hvern langar að horfa uppá hreyfingar róttækra listamanna breytast í stofnanir.

Lýsingarnar á þessum uppbrotum daglega lífsins og viðteknum hefðum og venjum í listum og stjórnmálum er hressandi og skemmtileg. Ekki er í þessari bók rými fyrir miklar rýningar heldur er þetta ágripsbók og mjög skemmtileg þannig.

sh

 

 

Til baka í umfjallanir