Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

 

Lullaby

Chuck Palahniuk

2003

„Sagan er uppfull af snillingum sem vildu láta allt vera í lagi og gerðu allt bara miklu verra.“ (231)

„Lullaby“ er skáldsaga um blaðamann sem fer að rannsaka tíðni og ástæður vöggudauða. Hann sér að foreldrar allra látinna ungbarna sem hann var að rannsaka, höfðu lesið ákveðið ljóð fyrir börnin. Fornt afrískt ljóð sem var ætlað að svæfa þau svefninum langa sem þurftu á því að halda; særða stríðsmenn, hungurmorða börn, lasna gamlingja. Nú hefur ljóðið villst inn í vögguljóðasafn sem dreift var í litlu upplagi á bandaríkjamarkað.

Um leið og söguhetjan okkar áttar sig á því kraftmikla vopni sem hann hefur undir höndum kemst hann í kynni við konu sem einnig þekkir kraft ljóðsins. Hún beitir því í þjónustu sinni sem leigumorðingi (hún drepur bara „vonda“ menn) og fyrr en hann veit er hann farinn að beita því á leiðinlegt fólk í kringum sig.

Þau leggja upp í ferð til að finna öll eintök bókarinnar og eyðileggja þau. Söguhetjan sér fyrir sér, ef þessi vitneskja verður almenn, að ákveðin orð geti orðið manns bani, þori enginn að heyra neitt lengur – hvar gæti ljóðið leynst í tónlist, útvarpi, munni næsta manns – og framtíð siðmenningarinnar yrði barátta við að heyra ekki. Sem er einmitt það sem gerir bókina áhugaverða; menningarlegt umhverfi söguhetjunnar. Hann er umkringdur manneskjum sem eru háðar hávaða, sem þola ekki þögn, úr öllum áttum, gegnum alla veggi íbúðarinnar streymir að honum hávaði nágranna sem gera hvað sem þarf til að forðast kyrrð.

„These noise-oholics, these quiet-ophobics ... it´s not that you want everybody dead , but it would be nice to unleash the culling spell on the world. Just to enjoy the fear. After people outlawed loud sounds, any sounds that could harbour a spell, any music of noise that might mask a deadly poem, after that the world would be silent. Dangerous and frightened, but silent.“ (59)

Á krossferð sinni gegn bókinni með ljóðinu bráðdrepandi hafa þau ferðafélaga á annars kyns krossferð – umhverfisverndarsinnann Oyster sem vinnur í því að vera óþolandi uppspretta stöðugs upplýsingastreymis um hvernig lífsstíll mannkyns er að eyðileggja vistkerfið og búsvæði annara dýra.  Gagnvart sögumanni okkar er Oyster óþolandi í því að fletta ofan af daglega lífinu og sýna honum ofan í óhugnaðinn sem margt af því sjálfsagða byggir á: „After listening to Oyster, a glass of milk isn´t just a nice drink with chocolate chip cookies. It´s cows forced to stay pregnant and pumped with hormones. It´s the inevitable calves that live a few miserable months, squeezed in veal boxes ... even a hard boiled egg is a hen crippled from living in a battery cage only four inches wide, so narrow she can´t raise her wings, so maddening her beak is cut off so she won´t attack the hens trapped on each side of her ... the laying hen, the hens so bruised and scarred that they have to be shredded and cooked because nobody would ever buy them in a butcher´s case ... chicken nuggets ... this is all Oyster talks about. This is his plague of information.“ (158)

Oyster stundar líka taktík sem er lesendum gamalkunn úr annari bók Palahniuk; „Fight Club“, menningarleg hryðjuverk: Hann er stöðugt að auglýsa sem lögfræðifirma sem undirbýr lögsókn á hendur flottræfilsrestauröntum og hástéttarklúbbum fyrir smit, sýkingar eða eitranir og plantar þannig menningarlegu sprengiefni á hendur lífsstíls hinna efnameiri. Þau tvö sem hafa valdið til að drepa gera það eftir því sem þeim sjálfum finnst vera rétt – „constructive destruction“ kallar söguhetjan það þegar hann er að gera út af við útvarpsprédikarana gegnum útvarpsbylgjurnar. Pælingin minnir mig eilítið á skáldsögu anarkistans Ursula K Le Guin, „Lathe of Heaven“ (sjá umfjöllun annarsstaðar á andspyrna.org). Einnig verður mér hugsað til orða og verka allra þeirra stjórnmálamanna, trúarleiðtoga, þjóðarleiðtoga, hryðjuverkamanna og allra annara sem taka sér völd, ákveðin í því að ef fólk hegði sér eftir þeirra höfði, þá verði allt gott. Fólk sem tekur sér þannig völd er búið að gleyma því að þau eru jafn takmörkuð og öll þau sem þau vilja leiða inn í sinn sannleika.

Söguhetjan áttar sig á þessu að einhverju leyti en partýið heldur áfram ... afþví að við erum nú öll ekki annað en manneskjur.

Ritstíll Palahniuk er skorinn og sneyddur og þannig kjarnmikill. Bækur hans er hægt að lesa hratt en þær verður að lesa gaumgæfilega. Þetta er önnur bók hans sem ég les og nú vil ég lesa meira því þessi bók, „lullaby“ er bæði skemmtileg og harmþrungin auk þess að vera hugvekjandi menningarrýni.

sh

 

Til baka í umfjallanir