Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

MYTHMAKERS & LAWBREAKERS - Anarchist writers on Fiction

AK press 2009

Ritstjóri Margaret Killjoy

 

"Ég trúi því að mýtur og sögur  geti haft mikil áhrif. Þær leysa ímyndunaraflið úr læðingi og það er í ímyndunaraflinu sem allar breytingar hefjast. Þú getur ekki fengið breytingarnar fram nema að þú getir séð þær fyrir þér. Ég held að stundum í okkar stjórnmálum séum við góð í að vita hverju við stöndum gegn og yfir hverju við erum reið og hvað við viljum ekki. En kraftur okkar er meiri höfum við einhverja sýn á hvað við viljum. Það góða við skáldskap er að við getum skapað þá sýn..." (Starhawk bls.168).

 

Margaret Killjoy er anarkisti og bókaormur. Þessvegna tók hún sig til og tók viðtöl við nokkra af þeim rithöfundum sem hún þekkir til og eru anarkistar. Nokkrir rithöfundanna í þessari bók eru pönkarar að uppruna eins og Carissa van den Berk Clark sem er aktivisti og hefur sent frá sér tvær DIY útgefnar skáldsögur þar sem hústökufólk, pönkarar og flakkarar eru áberandi en markmið hennar með bókaútgáfu eru í hennar eigin orðum: "eitt, við erum öll í þessu saman, tvö, að ríkisstjórnir, sérstaklega stórar ríkisstjórnir, eru í grundvallaratriðum til, til þess að gæta hagsmuna þeirra ríku og valdamiklu; þrjú, við sjálf erum eina fólkið sem getur breytt þeim aðstæðum sem kúga okkur og fjögur, að við erum fær um að mynda félagsform eftir eigin höfði." (131) Einnig er Cristy Road pönkurum að góðu kunn vegna myndverka sinna og zine útgáfu (sjá t.d. Microcosm publishing) en einnig er hún nú farin að gefa út bækur.

 

Nokkrir rithöfundanna eru þekkt nöfn eins og Alan Moore, Michael Moorcock og Ursula K. Le Guin. Fyrir mig voru viðtölin við Moore og Le Guin hvað dýpstu og mest gefandi viðtölin. Þessi tvö eru djúpvitrir einstaklingar sem nálgast bókmenntir, eigin skrif og hið anarkíska í manneskjum og samfélögum hvort frá sínu sjónarhorni. Alan Moore er galdrakall og heiðingi sem á róttækar rætur sínar í counterculture sjöunda áratugarins og er best þekktur fyrir graphic novels eins og "V for Vendetta", "From Hell" og "Watchmen" sem allar hafa verið það illa umbreyttar í kvikmyndaforminu að hann neitar að nafn sitt sé tengt þeim á nokkurn hátt. Viðtalið er margar blaðsíður en Killjoy nær einungis inn um þremur spurningum því kallinn hefur mikið að segja. Hann gælir m.a. við hugmyndina um að skjóta alla helstu leiðtoga heimsins og pælingin heillar hann ... en til þess að þeir taki ekki samfélögin með sér í fallinu þarf mikla fræðslu þar sem yfirvaldið er svo mörgum hækja og auðsýnilega mun engin ríkisstjórn veita þá fræðslu, hún þarf því að koma annars staðar frá.

 

Michael Moorcock hefur skrifað meira en hundrað fantasíuskáldsögur sem sumar hverjar hafa anarkísk þemu. Áhrifa hans gætir víða og hann ræðir hvernig hans þemu hafa verið tekin upp og unnin frekar af öðrum rithöfundum.

 

Ursula K. Le Guin hefur skrifað margar magnaðar vísindaskáldsögur, eins og anarkistaskáldsöguna "The Dispossessed" og gender-bender skáldskapinn "The Left Hand of Darkness". Margar aðrar sögur hennar fjalla um feminísk þemu ("Birthday of the World and other stories" t.d.) og mutual aid og pacifisma innan samfélaga með sterku mannfræðilegu auga. Hún bendir m.a. á að vísindaskáldskapur og fantasía sleppur oft í gegnum net þeirra sem vilja ekki gefa út eða dreifa róttækum skrifum því háttvirtir gagnrýnendur skilgreina allt innan þess geira sem escapist bull, sem er satt um sumt þessa en auðvitað er allt almennt sjónvarpsefni og vinsældabókmenntir flóttaleiðir og ekkert annað. 

 

Umfram það vill undirritaður meina að dulinn tilgangur alls þess flæðis sífellt suddalegri glæpabókmennta og  sjónvarpsþátta, sé að viðhalda sannfæringu almennings um að þeirra eigið samfélag sé hættulegt umhverfi og styrkir þannig stoðir ríkisstjórna og lögregluembætta auk þess að bæta markaðsstöðu öryggisfyrirtækja.

 

Starhawk er önnur merkileg kona sem er aktivisti og heiðingi sem hefur skrifað nokkrar bækur tengdar aktivisma, anarkistapólitík og heiðni og skáldsöguna "the Fifth Sacred Thing" - "Ég trúi því að mýtur og sögur  geti haft mikil áhrif. Þær leysa ímyndunaraflið úr læðingi og það er í ímyndunaraflinu sem allar breytingar hefjast. Þú getur ekki fengið breytingarnar fram nema að þú getir séð þær fyrir þér. Ég held að stundum í okkar stjórnmálum séum við góð í að vita hverju við stöndum gegn og yfir hverju við erum reið og hvað við viljum ekki. En kraftur okkar er meiri höfum við einhverja sýn á hvað við viljum. Það góða við skáldskap er að við getum skapað þá sýn..." (168). Starhawk er líkt og Alan Moore - mikið inni í göldrum og tekur undir með kallinum þegar hann stillir anarkisma upp andstætt fasisma og trúarbrögðum andstætt göldrum í staðinn fyrir þá almennu pólitísku hugsun að kapítalismi og kommúnismi séu einu andstæðu pólitísku pólarnir.

 

CrimethInc hópurinn sér ekki þörf fyrir rithöfundarstöðu og finnst non-fiction oft vera meiri skáldskapur en fantasía ... eða á hinn veginn.

Derrick Jensen veður úr einu í annað eins og honum einum er lagið en kemur auðvitað með marga sterka punkta um menn og málefni, t.d. um hvernig mikilsmetinn skáldskapur fyrri tíma (Dickens og Emile Zola t.d.) fjallaði um málefni fátækra meðan nútímaútgefendur líta á slíkt sem allt of pólitískt og vilja ekki snerta á því. Hann er á því að allir sem skrifa séu að skrifa áróður og er nokk sama hvort hann þarf að kalla sig anarkista eða ekki, bækur hans snúast um fella þá siðmenningu sem er að kæfa og drepa lífheiminn.

 

Ég stikla hér á stóru og tek fram punkta sem gefa enga heildarmynd af hugmyndauðgi þessara einstaklinga. Þau hafa svo mikið að segja í þessari litlu bók að ég yrði að skrifa nær alla bókina upp reyndi ég að stikla nánar á þeim áhugaverðu punktum sem koma fram.

 

"Mythmakers & Lawbreakers" er með nokkra ansi magnaða eftirmála. Appendix A er yfirferð yfir rithöfunda sem eru og voru anarkistar, allt frá Oscar Wilde til Jaroslav Hacek og appendix B sem er yfirferð yfir rithöfunda sem tengjast anarkisma, hafa einhverntímann kennt sig við hann eins og J.R.R. Tolkien (sem skrifaði til sonar síns; "pólitískar skoðanir mínar hneigjast sífellt meir til stjórnvaldsleysis..."). Síðan koma bókalistar í appendix C. Fyrst er listi yfir sögur sem rannsaka anarkísk samfélög, síðan listi yfir sögur sem skáldsetja sögu anarkista. Þriðji listinn er sögur sem innihalda anarkista sem viðkunnanlega karaktera og fjórði er sögur sem draga upp anarkista sem bófa.

 

Þannig að þetta er mjög skemmtileg og fróðleg bók fyrir bibliomaniacs, sérstaklega þá bókaorma sem hafa andstyggð á vinsældakúltúr samtímans.

 

SH 

 

Til baka í umfjallanir