Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Ge9n

Jákvæð árangurssaga úr íslensku athafnalífi

Heimildamynd eftir Hauk Helgason

 

 

Ég fór á frumsýninguJákvæðrar árangurssögu úr íslensku athafnalífi” í gær. Það er “Ge9n” – heimildamynd Hauks Más Helgasonar um og umhverfis þá níu einstaklinga sem ákærðir voru fyrir árás á alþingi.

Saga myndarinnar eru réttarhöldin. Inn í þá sögu fléttast saga þeirra mótmæla sem þau níu tóku þátt í innan alþingis. Áhorfandinn er frjáls frá eiginlegri tímaröð og vald sögumanns er takmarkað. Einungis Lalli sjúkraliði, sem er í fleiri eigin hlutverkum í myndinni, er settur sögumaður þegar við lærum um hvernig hin meinta ofbeldisfulla innrás fór fram. Hann var fyrstur inn í bygginguna og tók myndir allan tímann (myndir sem mér skilst aldrei hafi verið beðið um lagðar væru fram sem sönnunargögn). Áhorfandinn fær mjög skemmtilegt sjónarhorn; við horfum yfir öxlina á honum meðan hann skoðar myndirnar og segir öðrum manni frá, rétt eins og hann viti ekki af tökuvélinni.

 

Hinir níu afar ólíku einstaklingar segja frá sjálfum sér, áhorfandinn fær ekkert vita um menntun þeirra, uppruna eða stöðu.  Því hér segja frá manneskjur sem hafa alla tíð leitast við efla meðvitund sína og þessi kvikmynd gefur ekkert tækifæri til þess ákveða fólk út frá stöðluðum mælieiningum.

Það rann upp fyrir mér ljós þegar aðeins var liðið á myndina, enginn hafði gert þetta áður: Það hefur aldrei neinn spurt neitt af Reykjavík 9 hver þau séu og hvað þau séu pæla. Í fljótu bragði man ég eftir einni opnu í DV sem leitaðist við setja upp portrett myndir af þeim. Líklega með áherslu á eitt þeirra væri leikskólakennari, þar er ásættanleg mælistika á eðlilega hegðun.

Lalli sjúkraliði, “tíundi nímenningurinneins og hann hefur stundum verið kallaður meðal þeirra sem fylgdust grannt með þessum réttarhöldum, segir einnig frá af fullkominni einlægni. Einlægni er hans nálgun á aðgerðir gegn stríðsrekstri ríkja. Mál hans eru enn í farvegi fáránleikhússins í réttarkerfinu, þar sem hann verður viðfangsefni lögreglunnar fyrir tjá sig á götunni fyrir framan bandaríska sendiráðið. Tjáning hans felst í því standa þar eða sitja, þögull með skilti sem á er skrifaður friðarboðskapur. Aðfarir lögreglumanna sem fjarlægja hann eru svo afkáralegar, ekki síst m.t.t þess áróðurs um eigið gullvægi gegn illum öflum samfélagsjaðarsins sem einstakir lögreglumenn hafa haft frammi í fjölmiðlum vegna kjarabaráttu.

 

Frásagnir tímenninganna eru klipptar upp með dramatískum skotum frá réttarhöldunum, þegar lögreglan lokar á þau sem vilja fylgjast með réttarhöldunum, til glæpgera stuðningsfólk nímenninganna.

 

Önnur innskot eru upplestur Godds af bloggi þeirra sem úr netfjarlægð ákveða hata og fyrirlíta hin ákærðu. Það er óskemmtilega kjánalegur málflutningur en um leið óhugnanlegur, eins og allur fasismi er.

 

Víkur þá frásögn konu einnar sem tók þátt þegar vinstrimenn hópuðust alþingi árið 1949 meðan innandyra var verið ákveða aðild íslenska ríkisins NATO. Þegar til átaka kom naut fáliðuð lögreglan stuðnings hvítliða, íslenzkra fasista, semstreymdu út úr þinghúsinu vopnaðir kylfumog réðust á þau sem voru þar mótmæla.

 

Hér fór ég tengja saman punkta, sjá það herfilega fyrirbæri sem þessi heimildamynd er draga fram: Fasisminn sem fær þrífast í þeim menningarhóp sem byggir ísland. Myndin tengir beint saman hatursorð bloggaranna, viðhorf réttarríkisins gagnvart mótmælendum, sögulega staðreynd um samstarf hvítliða og lögreglu og mannfyrirlitningu kapítalismans og iðnvæðingarinnar sem, eins og kemur fram í orðum hinnar ákærðu Sólveigar; vílar ekki fyrir sér flytja inn fólk í massavís, láta það búa í gámum upp á hálendi í vinnu fyrir svivirðileg fyrirtæki eins og hið ítalska Impreglio, til þess hér hægt reisa virkjanir fyrir mest mengandi iðnað þessa heims. Þetta þykir nær öllum þeim sem nefna sig íslendinga, alveg ásættanlegt.

 

Þessi fasismi er svo sterkt norm menningarhópur sem byggir ísland getur ekki bent á hann án þess fingurinn fast í augað.

 

Þessvegna liggur þeim svo mikið á hjarta tímenningunum á stundum í myndinni eru þau óðamála og kunna greinlega ekki öll vel við sig fyrir framan kvikmyndatökuvél. En það kemur hvergi illa út því þau eru einlæg. Ég kann meta einlægni því ég er ekki fasisti.

En það er einmitt vegna þessarar einlægni sem þau voru dregin í rúm tvö ár gegnum fáránleikhús réttarkerfisins. Sama fáránleikhús og hinn einlægi friðarsinni er dreginn inní. Sama fáránleikhús ogflugvallarhlaupararnireru dregnir í gegnum á eins langdreginn og leiðinlegan hátt og mögulegt er. Því þeir dirfðust vera einlægnir framan í fasisma útlendingastofnana lýðveldisins og gera það sem hjartað bauð þeim gera. Þeir gátu ekki annað. Ekki frekar en hópur sem hljóp inn í alþingishúsið á sínum tíma. Þeim var misboðið. Þau gátu ekki annað en hlaupið í veg fyrir fasismann og bent.

 

Þau geta tjáð sig því þau ekki fingurinn í augað þegar þau benda á fasismann og alla þá mannfyrirlitningu sem hann felur í sér og hreykir sig af í hagvaxtartölum.

 

Mig langar sjá þessa mynd aftur til taka betur inn það sem hvert og eitt þeirra hafði segja. Það eina sem hvetur mig ekki til þess sjá hana aftur eru bútar úr hljóðgerð kvikmyndarinnar. Hér og þar þegar klippt er milli sena, skreppa inn óhljóð sem mér fannst í fyrstu undarlega óviðeigandi og verða óþægilegri eftir því sem leið á myndina. Bjöguð örljóð við hljóðskúlptúra sem koma inn í myndina úr listrænni uppákomu sem ég man ekki lengur hver var. Í því umhverfi hljómuðu þau örugglega viðeigandi en ekki í þeirri fegurð sem ég þegar ég horfði inn í hjarta tímenninganna.

Er þetta áróðursmynd frekar en heimildamynd? Jájá bara alveg endilega. Meira svona takk. En hún er byggð eingöngu á heimildum. Ég þarf á fleiri áróðursmyndum af þessu tagi halda til þess varðveita einlægni mína framan í þann áróður sem ég innbyrði á hverjum degi og lofar og prísar fasismann sem þessi kvikmynd bendir á.

Takk Haukur og þið hin.

 

Sigurður Harðarson

 

Til baka í umfjallanir