Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Imaginal Machines - Autonomy & Self-Organization in the Revolutions of Everyday Life

 

Stevphen Shukaitis

 

Autonomedia 2009

 

 

Gegnum þessa bók setur Stevphen Shukaitis fram ýmis form spurningarinnar um hvort einhver form and-kapítalískrar sjálfskipulagningar meðal almennra launaþræla, séu lífvænleg meðan enn er lifað undir hinu kapítalíska kerfi, og þá hvernig?

 

Í fyrsta kafla er farið yfir útskýringar á nokkrum þeim grundvallarhugtökum sem unnið og hugsað er útfrá í gegnum bókina: "Imaginal Machines", "Autonomy", "Rebellion", "Resistance", "Class", "Capitalism" og "Precarious work" (svo nokkur séu nefnd) útfrá skilgreiningum ýmissa krítískra pólitískra hugsuða og aktivista innan grasrótar-kommúnískra og anarkískra fræða. Þessar skilgreiningar fara miklu dýpra og eru bæði ítarlegri og fjölbreytilegri en dauðir og geldir staðlar pólitískrar hugsunar þeirra meginstrauma og ráðandi flokka sem fara mikinn í daglegri fjölmiðlainntöku hvers manns. Stevphen er jafnframt gagnrýninn á eigin framsetningu og veltir fyrir sér glötuðum möguleikum sínum og hvers annars aktivista til skýr sjónarhorn á umfjöllunarefnið þegar sýn, hugsun, hegðun og framkvæmd er lituð, kúguð eða jafnvel haldið uppi af þeim sömu öflum og ætlunin er skipuleggja sig gegn.

 

Eins og ég sagði í upphafi er grunnspurning bókarinnar, möguleikar baráttufólks til (endur)uppgötva leiðir til berjast gegn þeirri vél, sem hvert einasta mannsbarn er fast í. Höfundur leitar uppi þræði þess krafts og sameiginlegs valds sem við þó eigum, sem erum neðst í stærstu valdapýramídum okkar menningarheims: Þeim "Imaginal Machines" sem eru verki í ýmsum formum innan byltinga hins daglega lífs, og dregur um leið fram þá uppvakninga sem nærast á byltingarkrafti hvar sem hann finnst: "Krísa hins róttæka ímyndunarafls er vanfærni til eða afneitun þess sjá hvernig mikið af þeim hrylling sem við glímum við í dag eru ekkert annað en draumar byltingarfólks gærdagsins, snúið á haus." (bls 47).

 

Vandamál allra sem vilja verða meðvitaðir (pólitískt eða á annan hátt) er um leið og þeir/þær/þau hafa fundið "sannleikann" lokast sjálfkrafa á sýn á önnur form eigin kúgunar og aðrar leiðir til berjast gegn henni. Staðan versnar síðan enn frekar eftir því sem hin mikla nýja upplýsing öðlast meiri hundfylgni. Þá kemur Stevphen inn á það ferli "gagnrýna þau ferli sem gagnrýnin fer eftir" sem er þá "afturhvarf til orðsifjafræðilegrar rótar uppreisnarhugtaksins." Uppreisnar/byltingarferlinu verður halda stöðugt opnu, á öllum skala þess. Í praktík verður uppreisnar/byltingarferlið "byggja á hvernig hversdagurinn tengist og hefur samskipti, sem og inniheldur, heild félagslegra tengsla og félagslegra ferla."

 

Málbeiting Stevphen er afar skrautleg og skemmtileg og húmorísk en tekur sig alvarlega. Fyrir einhvern eins og undirritaðan, sem hefur ekki stúderað enskt mál sérstaklega, heldur stjórnmálafræði eða heimspeki, er þessi bók skemmtilega þung. Margar setningar þurfti ég lesa oftar en einusinni og oftar en tvisvar en það var af því mig langaði skilja inntak þeirra betur. Ekki af skyldurækni heldur af því pólitík þessarar bókar er heillandi fyrir mig sem anarkista. Hún hefur yfir sér bjartsýnan undirtón þrátt fyrir höfundur gæti þess draga fram alla vankanta þess sem hann ann og hefur trú á, í grasrótarstjórnmálum andstæðinga ríkis og kapítals.

 

Hann leitar róttækni ímyndunaraflsins á skemmtilegustu stöðum: "Association of Autonomous Astronauts"  - bandalag margra hópa innan psychogeography og mail art sem spruttu upp úr andófi við sturlun geimvopnaáætlunar Reagan áranna í USA; hóp mannfræðinga frá Mars sem komu til rannsaka hvað væri til í því jarðarbúar væru siðlausir afturhaldssinnar. Tónlistarfyrirbæri eins og "the Hungry March Band, the Infernal Noise Brigade" og "Rythms of Resistance."  Kollektív um feminískar rannsóknir og skipulag; Precarias a la Deriva setur fram hugtakið "Biosyndicalism" verandi "samþætting lífsins og hefðbundinnar verkalýðsbaráttu syndikalista þegar búið er plokka burt helstu hagfræðilegu grunnþættina." (158)

 

Upp úr umfjöllun sinni um Precaria a la Deriva fer Stevphen í langa umræðu um "precarious labour", s.s. þau verk sem beinast beint því sinna manneskjum og eru því einskis virði innan okkar kapítalíska hagkerfis. Sem er mun áhugaverðara en öll verkalýðsbarátta sem leggur messíanískt mikilvægi á grunnframfærslu "eins og koma grunnframfærslunnar muni bjarga okkur öllum frá hörmungum og djöflum kapítalismans." (186) Markmið okkar hlýtur vera "frekar en endurheimta lífið til geta unnið er spurningin endurheimta frelsi lífsins frá atvinnu." (187)

 

Síðan fer Stevphen yfir hvað kæfir byltingarstarfsemi í formi "recuperation"  - þegar yfirvald/kapítal endurheimtar eða endurinnlimar hverja þá aðferð eða skipulagningu sem andspyrnuhópar hafa byggt upp.

 

Um leið og andspyrnan er farin hegða sér samkvæmt þeim ferlum sem óvinurinn býður uppá hefur uppreisnin verið endurinnlimuð í kerfið.

Útfrá þessu " segja imaginal machines eigi sér ákveðinn líftíma eða "best fyrir" dagsetningu. Það væri kjánaskapur halda hugmynd sem er sprengiefni innan sértæks félagslegs og menningarlegs samhengis, verði það áfram utan þess samhengis, eins og hún verði byltingarkennd alla tíð." (206). Í bókarlok setur Stevphen fram vangaveltur um hvað það er sem fellir róttæka hugmyndaflugið. Það leiðir hugann orðum Samuel Beckett "Try again, Fail again, Fail better."

 

Um leið og við áttum okkur á því sannleikurinn er enginn fasti sem við viljum hengja okkur á, stöndum við þegar skrefi framar óvinum okkar; hverjum þeim sem talar til okkar innan úr kerfinu og segir okkur hvernig við eigum lifa.

 

SH

Til baka í umfjallanir