Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

 

HARTMANN THE ANARCHIST

Edward Douglas Fawcett

Bone/Tangent Books 2009

Fyrst gefin út 1892


Ég var spenntur fyrir þessari bók þar sem ég vissi það um hana að hún er vísindaskáldsaga sem kom fyrst út árið 1892, höfundurinn var þá sextán ára og að hún segir frá anarkista sem sprengir upp breska þingið og fjármálahverfi London.

Sögumaður þessarar skáldsögu er hófsamur sósíalisti, sögusviðið London rétt fyrir aldamótin 1800-1900. Byltingarsinnaðir anarkistar láta til sín taka og sögumaður þekkir til nokkurra þeirra, hefur gaman af rökræðum við þá og nýtur þess vegna virðingar meðal þeirra.

Anarkistinn Hartmann er talinn af frá því fyrir tíu árum, talinn hafa drukknað á flótta eftir sprengjutilræði. Sögusagnir eru þá á kreiki um að hann sé bæði lifandi og með stórhættuleg áform í huga. Það reynist vera rétt og fyrir slysni og gegnum tengsl sín við anarkista hafnar sögumaður um borð í loftfari sem Hartmann hefur hannað og sett saman til árása úr lofti. Það kemur snemma í ljós að Hartmann er enginn anarkisti heldur valdasjúkur hryðjuverkamaður, sami karakter og hver annar Stalín, Hitler eða Pol Pot. Hér rökstyður Hartmann sínar ráðagerðir:

The victory in view is the regeneration of man, the cost will be some thousands, perhaps hundreds of thousands or millions of lives,” (bls. 80).

Að jafna breska þingið við jörðu og um leið fjármálahverfið er alveg gott plan en Hartmann setur sjálfan sig í stól þeirra sömu kúgara og hann vill eyða. Hann og hans “anarkistaher” hata allt og alla (þar með sjálfa sig), þeir eru í stríði við allt sem lifir, með byltingu sem óskýrt yfirskin. Að anarkistar fylkist bakvið Hartmann sem leiðtoga (þegar Hartmann kemur til sögunnar fréttist að hann hefur nýverið skotið niður tvo úr áhöfn loftskipsins vegna linkindar) er út í hött en mögulega tákn þeirrar örvæntingar sem einkenndi baráttu margra anarkistahópa á þessum tíma.

Þessi skáldsaga er ágæt aflestrar vegna stílbrigða höfundar en að öðru leyti skil ég ekki til hvers anarkistaútgáfa er nú að endurprenta hana. Hún gefur á engan hátt rétta mynd af neinum hluta anarkistahreyfingarinnar á neinum tíma en taka verður tillit til þess að höfundur var sextán ára þegar hann skrifaði bókina og gaf hana út. Þannig að hún hefur sögulegt gildi en fátt annað.

Sigurður Harðarson

Til baka í umfjallanir