Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

 

MY JOURNEY WITH ARISTOTLE TO THE ANARCHIST UTOPIA

Graham Purchase

Ill Publishing


Graham
Purchase er þekktur meðal anarkista fyrir rit sín um anarkískt skipulag og vistfræði. Ég veit ekki betur en að þessi litla skáldsaga sé hans fyrsta og eina tilraun við skáldskap.

MY JOURNEY WITH ARISTOTLE TO THE ANARCHIST UTOPIA er lítil saga um anarkista sem ferðast í draumi þúsund ár inn í framtíðina. Hann lendir á jörðu sem er skipulögð í lífsvæðum (e. bio regions) í stað ímyndaðra samfélaga þjóðríkja og manngerðra landamæra. Þar lifir vistfræðilega meðvitað fólk saman í almennu jafnvægi bæði gagnvart hvoru öðru, svo framarlega sem það er í mannlegu valdi - en þetta fólk hefur ákveðið að gera sitt besta, og vistkerfunum sem þau eru hluti af.

Það sem gerir útópískan skáldskap áhugaverðan eru þær hugmyndir sem settar eru fram, því þær eru um leið markmið sem anarkistar og aðrir einstaklingar og hópar sem vilja koma á jákvæðum breytingum án þess að taka völd, geta sett sér. Gallinn við þessa bók er að höfundur er greinilega ekki mikið skáld í sér. Bókin kemur út eins og stuttir kaflar úr ritum hans um stjórnmál og vistfræði sem lagðir eru í munn lauslega skapaðra karaktera. Hann gerist meira að segja svo djarfur að henda inn kjánalegri kynlífssenu, rétt eins og hann sé handritshöfundur sem örvæntir eftir að hafa áttað sig á því að bíómyndin hans hefur enga sögu.

Sem á ekki við um þessa litlu skáldsögu. Graham Purchase hefði getað setið aðeins yfir henni eða fengið rithöfund til að fara yfir hana fyrir sig.

Þrátt fyrir augljósa galla skildi þetta einfalda innlegg í útópíuþemað eitthvað jákvætt eftir sig innra með mér.

Sigurður Harðarson

 

Til baka í umfjallanir