Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

The Movement of the Free Spirit

Raoul Vaneigem
Zone Books, 1998

But even if their actions were questionable, followers of the movement of the Free Spirit identified, with remarkable lucidity, all that is negative: work, constraint, guilt, fear, money and possession, keeping up appearances, exchange and the striving for power. (bls 250).

Raoul Vaneigem, situationistinn sem helst er þekktur fyrir bókina Revolution of Everyday Life, rannsakar hér margþætta hreyfingu hins frjálsa anda. Virkir í mörgum löndum Evrópu frá 13. öld til loka þeirrar 16. brutu þessir trúvillingar allar reglur kirkjunnar um rétta siðferðilega hegðun auk þess að mynda vopnaða hópa sveltandi smábænda og ráðast á hús kirkjunnar og ráðandi prinsa og baróna.

Vaneigem byrjar á að fjalla um eðli markaðarins sem staðgengils fyrir líf, eðli kirkjunnar sem staðgengils fyrir andlegt líf, og aðlögun kirkjunnar að hugmyndafræði markaðarins sem þýddi markaðssetning syndaaflausnar og sívaxandi veraldleg græðgi sjálfskipaðra fulltrúa guðs á jörðu.

Kröfur fylgjenda hins frjálsa anda voru alger afneitun á útgáfu kirkjunnar á stöðu einstaklingsins gagnvart guði, fulltrúum hans og kristilegu siðferði. Auk þess að fjalla um einstaka leiðandi einstaklinga, hverra fylgjendur lifðu í sjálfviljugri fátækt og yfirlýstri synd, birtir Vaneigem hér langar tilvitnanir í yfirheyrsluskýrslur rannsóknarréttarins og það sem varðveist hefur af útgáfum trúvillinganna til að veita beina innsýn inn í hugmyndir og hugsanagang fylgjenda hins frjálsa anda.

Hér er lítill hluti af einn tilvitnun:

If a sister of freedom goes to a brother´s house after he has taken Communion, and says to him, “Brother, I ask charity, sleep with me,” he should not say “I have taken Communion” but should perform the work of nature, heartily, two or four times, to satisfy nature, without scruple and without confession. If he desires to perform the act of sodomy with a man, he may... do so freely and lawfully. And without any feeling of wrongdoing; otherwise he would not be free in spirit.

Ekki að undra að kirkju kaþólskra hafi fundist það mikilvægt verk að brenna á báli hvern þann sem lifði á þennan hátt.

Í fyrstu var ég alveg á því að þessar tilvitnanir væru full miklar langlokur. En því meira sem ég las af þeim, því meiri innsýn fékk ég inn í hversu róttækar hugmyndir þessara trúarbrjálæðinga voru.

Í samanburði við bókina The Pursuit of the Millennium eftir Norman Cohn (sjá umfjöllun hér á síðunni) er þessi bók Vaneigum auðvitað pólitískt heimspekirit meðan Cohn er sagnfræðingur. Ritstíll Vaneigem getur stundum verið erfiður og á stöku stað fannst mér hann endurtaka sig full fjálglega en um leið er gagnrýni hans djúp og sterk.

Lokakafli bókarinnar er hugleiðing um leitina að sjálfinu í heimi þar sem lífinu hefur verið skipt út fyrir að skrimta. Vaneigem virðist komast að þeirri niðurstöðu að láti einstaklingurinn leiðast af ást og kærleika, séu honum allir vegir færir. Um leið bendir hann á að tilgangslaust sé að leita að gulli í skítnum:

In spite of our best efforts to avoid bathing twice in the same stream we find that it does not really mattter since all waters flow from the same polluted source.


Sigurður Harðarson

Til baka í umfjallanir