Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

ANDSPYRNA DREIFING

Dreifing Andspyrnu hefur einkennst af litlu söluborði bóka, dreifirita og tímarita sem sett er upp á tónleikum og úti á götu. Framboð fer eftir því hvort að einhverjir vinir andspyrnu hafa verið á ferðalagi með tómar töskur eða að flytjast milli landa með gáma, því þannig getum við endurselt bækurnar ódýrt - án aukakostnaðar af póstburðargjaldi, skatti og tollum. Af heildsölum og útgáfum getum við keypt 6-10 stk af hverri bók á heildsölu, setjum 1-2 stk í bókasafnið, mögulega eintökum í stóru almenningsbókasöfnin og seljum afganginn út á götu til að dekka innkaupakostnað. Fólk sem sér fram á að geta hjálpað til við innflutning, og þannig auðgað pólitíska meðvitund á íslandi, er endilega beðið að hafa samband.

  • Dansað á Ösku Daganna, bók um byltingu hins daglega lífs (500kr)
  • Beinar Aðgerðir og Borgaraleg Óhlýðni (500 kr)
  • Hvernig Snúa má Heiminum á Réttan Kjöl (frítt með öðru en klink vel þegið fyrir pappírskostnaði)

- sendum út á land-