|
ANDSPYRNA ÚTGÁFA Andspyrna útgáfa hefur verið starfrækt í nokkur ár með það að markmiði að sá fræjum anarkískrar hugsunar út í samfélagið. Fyrstu útgáfur voru litlir fregnmiðar sem stækkuðu upp í bæklinga og nú bækur auk annars. Eingöngu netútgáfa væri flatt fyrirbæri og ekki endingargott. Bækur eru fallegar, eigulegar og spennandi. Útgáfur andspyrnu eru seldar á verði sem miðast við að dekka kostnað við prentunina.
|